Ekkert fararsnið á Þóri sem segir kjarnann í norska liðinu geta spilað á ÓL 2024 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2021 10:31 Þórir Hergeirsson hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta. epa/Joan Monfort Þórir Hergeirsson segir ekkert því til fyrirstöðu að norska kvennalandsliðið í handbolta geti ekki haldið áfram að vinna til verðlauna á stórmótum. Hann heldur ótrauður áfram með liðið. Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári. Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári.
Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira