Skattlaust ár fyrir heilbrigðisstarfsfólk í bráðaþjónustu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 08:12 Ragnar Freyr er sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og var á einum tíma umsjónarmaður Covid-göngudeildarinnar. „Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár?“ spyr Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í Facebook-færslu. Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Að sögn Ragnars lágu níu inni á spítalanum í gær sökum Covid-19, sem hann segir ekki hljóma ýkja mikið, en á sama tíma hafi 32 bráðveikir sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni þar sem ekki var pláss fyrir þá annars staðar. „Spítalarnir okkar eru hreinlega yfirfullir af sjúklingum,“ segir Ragnar. Ragnar sagði samfélagið standa frammi fyrir stærstu Covid-bylgjunni hingað til. Lista- og veitingamenn hefðu lýst yfir áhyggjum vegna boðaðra aðgerða og skiljanlega kölluðu þeir eftir úrræðum. „Við, heilbrigðisstarfsfólk, höfum líka miklar áhyggjur, því þrátt fyrir að hafa endalaust bent á vankanta hefur lítið sem ekkert áorkast í að auka þanþol heilbrigðiskerfisins til að bregðast betur við þeim áföllum sem dunið hafa á okkur síendurtekið á liðnum mánuðum og árum. Við höfum hrópað okkur hás - kallandi eftir aðgerðum,“ segir Ragnar á Facebook. Okkur vantar mannskap, bætir hann við, menntað heilbrigðisstarfsfólk til að sinna bráðveikum sjúklingum. Hvort sem þeir eru með Covid eða ekki. „Öllu þessu fólki þarf að sinna.“ Ragnar segir „EKKERT“ hafa verið gert til að mæta þörfum heilbrigðisstarfsfólks annað en að kalla það inn úr fríum og biðja það að vinna aukavaktir. Ef eitthvað hafi starfsfólki fækkað, þar sem það hefði valið að snúa sér að öðrum störfum. „Hvernig snúum við vörn í sókn? Á göngum spítalans varpaði einn hjúkrunarfræðingur fram hugmynd, sem mér fannst hljóma ansi vel. Hugmynd sem gæti lokkað fólk aftur inn á sjúkrahúsið og þannig aukið getu okkar til að sinna veiku fólki. Fólkinu okkar. Hugmyndin er þessi: Hvernig væri að veita heilbrigðisstarfsfólki í bráðaþjónustu skattlaust ár? Þannig gæti það orðið mjög eftirsóknarvert að sinna þessum störfum og vandinn við að manna vaktir gæti mögulega minnkað til muna. Þanþol okkar gæti aukist. Gæti þessi hugmynd gert gæfumuninn?“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent