Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 21:25 Emmsjé Gauti segist geta nokkuð vel við unað. Instagram Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57