Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn og aftur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2021 16:20 Hluti Space Launch System eldflaugarinnar. NASA/Michael DeMocker Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn einu sinni. Nú stendur til að skjóta fyrstu Space Launch System (SLS) eldflauginni út í geim með Orion-geimfar, sem á að fara hring um tunglið, í mars eða apríl. Áður stóð til að skjóta geimfarinu af stað til tunglsins í febrúar. Ástæða frestunarinnar er villa sem kom upp í SLS-eldflauginni umdeildu. NASA birti tilkynningu á föstudaginn þar sem fram kom að skipta þyrfti út „heila“ eins hreyfils eldflaugarinnar. Í tilkynningunni segir að ekki verði ákveðið nákvæmlega hvenær geimskotið fari fram fyrr en nokkurs konar generalprufu verði lokið. Slík prufa felur í sér að fara í gegnum allan þann feril sem þarf fyrir geimskot, eins og að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar. Upprunalega átti að skjóta fyrstu SLS-eldflauginni á loft árið 2016. Það hefur þó tafist um mörg ár og þróunarverkefnið, sem er að mestu á vegum NASA og Boeing er orðið mun dýrara en til stóð. NASA segir þó að SLS verði öflugasta eldflaug heimsins og sú eina sem muni geta sent geimfar, geimfara og birgðir til tunglsins í einu geimskoti. Sjá einnig: Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Artemis-áætlunin snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Markmiðið var fyrir nokkrum árum að lenda geimförum á tunglinu árið 2024 en það hefur ekki gengið eftir. Tafir hafa orðið víða á áætluninni og er ein ástæðan sú að nýir geimbúningar fyrir tunglið verða ekki tilbúnir fyrir 2025. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Tunglið Tengdar fréttir Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 NASA leitar hugmynda um tungljeppa Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Áður stóð til að skjóta geimfarinu af stað til tunglsins í febrúar. Ástæða frestunarinnar er villa sem kom upp í SLS-eldflauginni umdeildu. NASA birti tilkynningu á föstudaginn þar sem fram kom að skipta þyrfti út „heila“ eins hreyfils eldflaugarinnar. Í tilkynningunni segir að ekki verði ákveðið nákvæmlega hvenær geimskotið fari fram fyrr en nokkurs konar generalprufu verði lokið. Slík prufa felur í sér að fara í gegnum allan þann feril sem þarf fyrir geimskot, eins og að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar. Upprunalega átti að skjóta fyrstu SLS-eldflauginni á loft árið 2016. Það hefur þó tafist um mörg ár og þróunarverkefnið, sem er að mestu á vegum NASA og Boeing er orðið mun dýrara en til stóð. NASA segir þó að SLS verði öflugasta eldflaug heimsins og sú eina sem muni geta sent geimfar, geimfara og birgðir til tunglsins í einu geimskoti. Sjá einnig: Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Artemis-áætlunin snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Markmiðið var fyrir nokkrum árum að lenda geimförum á tunglinu árið 2024 en það hefur ekki gengið eftir. Tafir hafa orðið víða á áætluninni og er ein ástæðan sú að nýir geimbúningar fyrir tunglið verða ekki tilbúnir fyrir 2025. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan.
Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Tunglið Tengdar fréttir Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05 NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07 NASA leitar hugmynda um tungljeppa Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. 2. september 2021 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Eðlilegt að fólk sé stressað fyrir geimskot James Webb James Webb geimsjónaukanum verður skotið á loft á aðfangadag, gangi áætlanir geimvísindamanna eftir. Gífurlega mikið er í húfi en fjölmargt þarf að ganga eftir svo sjónaukinn geti bylt geimvísindum eins og vonast er til. 20. desember 2021 15:44
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. 23. nóvember 2021 12:05
NASA horfir lengra út í geim Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að gera breytingar á starfseminni, sem eiga að stjórna áherslum opinberra geimferða næstu áratugina. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á lengri geimferðir og þróun tækni sem þarf til þeirra. 28. september 2021 13:07
NASA leitar hugmynda um tungljeppa Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. 2. september 2021 07:01