Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2021 15:29 Hlustendaverðlaun FM957. Daniel Thor Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. Gauti tilkynnti síðar í dag að tekist hafi tryggja að tónleikarnir fari sömuleiðis fram í óbreyttri mynd þann 23. desember. Í Facebook-færslu sem birtist klukkan 17:17 segir hann að þar með hafi jólunum verið bjargað. Fréttastofa ræddi við Gauta fyrr í dag en á tímabili ríkti miskilningur um það hvenær ný reglugerð um sóttvarnatakmarkanir myndi taka gildi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að nýjar reglur tækju gildi á miðnætti en síðar kom í ljós að þær taka gildi á miðnætti annað kvöld. „Það sem við héldum í upphafi var að við værum að missa út 22. desember en staðan er bara sú að sýningarnar 22. halda sig allar inni hjá okkur,“ segir Gauti en þrjár sýningar eru á dagskrá hjá honum í Háskólabíói á morgun, klukkan 17, klukkan 20 og klukkan 23. „Þetta er búinn að vera ágætis rússíbani í dag, upp og niður. Við héldum fyrst að við værum búin að missa allar sýningarnar, allt væri komið niður í 200 á miðnætti í kvöld en við erum bara að halda plani. Æfingarplanið færist um klukkutíma en sýningarnar eru á sínum stað á morgun,“ segir hann. Verið er að selja miða á tónleika, sem verða 23. desember, og verða í streymi. Því ættu allir að geta notið ljúfra tóna Jólavina Gauta heima í stofu, sama hvernig fer. Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns, Herra Hnetusmjör og fleiri verða á tónleikunum með Gauta. Gauti hvetur alla sem eru á leið á sýninguna á morgun að virða sóttvarnareglur og taka þurfi stöðunni alvarlega. „Við þurfum að vera í þessu saman og næst verður þetta vonandi yfirstaðið og við verið öll á háhest.“ Búið sé að setja upp sviðið, bandið sé að æfa og margra mánaða undirbúningur nú í húfi. „Miðað við hvernig fréttirnar voru í morgun, maður þurfti aðeins að þurrka augun með tissjúi í morgun, en þetta er aðeins bjartar,“ segir Gauti. Mikill fjöldi fólks á bak við hverja sýningu Sama hvað sé þetta mikill skellur. „Sama hvernig á þetta er litið, og ef ég tek mig út fyrir sviga, er þetta svakalega mikill skellur fyrir skemmtanabransann í heild sinni. Þetta hefur auðvitað þau áhrif að það er tekjutap í allar áttir og fullt af fólki sem er að missa út vinnu,“ segir Gauti. „Það sem fólk áttar sig ekki á er að það sér bara frontmennina. En til dæmis bara á bak við mína sýningu eru hátt í sextíu manns sem eru að starfa og auðvitað kemur fólk mismikið að sýningunni en þetta er svaka tap fyrir svaka stóran hóp af fólki. Það sem er erfitt við þetta er að ef þetta væri bara afmælisveisla sem maður planaði fyrir tveimur dögum væri þetta ekkert mál en þetta er margra mánaða vinna að setja upp svona sýningu. En þetta fer bara einhvern vegin, við tökum bara æðruleysið á þetta núna.“ Horfir bjartsýnn fram á veginn Síðustu tvö árin hafi verið mikil rússíbanareið. „Þetta er bara búið að vera þannig að alltaf þegar maður nálgast markið þá dettur maður. En eins og ég segi er auðvitað nauðsynlegt að við séum öll í þessu saman og þess vegna vil ég biðja okkar gesti að fara extra varlega. Og maður skilur af hverju er verið að grípa til aðgerða en maður spyr sig með fyrirvarann sem maður fær, það er það sem er þunginn í þessu öllu saman. En veiran er lúmsk og kemur með engum fyrirvara en maður verður að vera bjartsýnn og horfa jákvætt á þetta.“ Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 17:40 með nýjum upplýsingum um fyrirkomulag þorláksmessutónleikanna. Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. 20. desember 2021 15:58 Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV. 3. desember 2021 21:01 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Gauti tilkynnti síðar í dag að tekist hafi tryggja að tónleikarnir fari sömuleiðis fram í óbreyttri mynd þann 23. desember. Í Facebook-færslu sem birtist klukkan 17:17 segir hann að þar með hafi jólunum verið bjargað. Fréttastofa ræddi við Gauta fyrr í dag en á tímabili ríkti miskilningur um það hvenær ný reglugerð um sóttvarnatakmarkanir myndi taka gildi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að nýjar reglur tækju gildi á miðnætti en síðar kom í ljós að þær taka gildi á miðnætti annað kvöld. „Það sem við héldum í upphafi var að við værum að missa út 22. desember en staðan er bara sú að sýningarnar 22. halda sig allar inni hjá okkur,“ segir Gauti en þrjár sýningar eru á dagskrá hjá honum í Háskólabíói á morgun, klukkan 17, klukkan 20 og klukkan 23. „Þetta er búinn að vera ágætis rússíbani í dag, upp og niður. Við héldum fyrst að við værum búin að missa allar sýningarnar, allt væri komið niður í 200 á miðnætti í kvöld en við erum bara að halda plani. Æfingarplanið færist um klukkutíma en sýningarnar eru á sínum stað á morgun,“ segir hann. Verið er að selja miða á tónleika, sem verða 23. desember, og verða í streymi. Því ættu allir að geta notið ljúfra tóna Jólavina Gauta heima í stofu, sama hvernig fer. Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns, Herra Hnetusmjör og fleiri verða á tónleikunum með Gauta. Gauti hvetur alla sem eru á leið á sýninguna á morgun að virða sóttvarnareglur og taka þurfi stöðunni alvarlega. „Við þurfum að vera í þessu saman og næst verður þetta vonandi yfirstaðið og við verið öll á háhest.“ Búið sé að setja upp sviðið, bandið sé að æfa og margra mánaða undirbúningur nú í húfi. „Miðað við hvernig fréttirnar voru í morgun, maður þurfti aðeins að þurrka augun með tissjúi í morgun, en þetta er aðeins bjartar,“ segir Gauti. Mikill fjöldi fólks á bak við hverja sýningu Sama hvað sé þetta mikill skellur. „Sama hvernig á þetta er litið, og ef ég tek mig út fyrir sviga, er þetta svakalega mikill skellur fyrir skemmtanabransann í heild sinni. Þetta hefur auðvitað þau áhrif að það er tekjutap í allar áttir og fullt af fólki sem er að missa út vinnu,“ segir Gauti. „Það sem fólk áttar sig ekki á er að það sér bara frontmennina. En til dæmis bara á bak við mína sýningu eru hátt í sextíu manns sem eru að starfa og auðvitað kemur fólk mismikið að sýningunni en þetta er svaka tap fyrir svaka stóran hóp af fólki. Það sem er erfitt við þetta er að ef þetta væri bara afmælisveisla sem maður planaði fyrir tveimur dögum væri þetta ekkert mál en þetta er margra mánaða vinna að setja upp svona sýningu. En þetta fer bara einhvern vegin, við tökum bara æðruleysið á þetta núna.“ Horfir bjartsýnn fram á veginn Síðustu tvö árin hafi verið mikil rússíbanareið. „Þetta er bara búið að vera þannig að alltaf þegar maður nálgast markið þá dettur maður. En eins og ég segi er auðvitað nauðsynlegt að við séum öll í þessu saman og þess vegna vil ég biðja okkar gesti að fara extra varlega. Og maður skilur af hverju er verið að grípa til aðgerða en maður spyr sig með fyrirvarann sem maður fær, það er það sem er þunginn í þessu öllu saman. En veiran er lúmsk og kemur með engum fyrirvara en maður verður að vera bjartsýnn og horfa jákvætt á þetta.“ Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 17:40 með nýjum upplýsingum um fyrirkomulag þorláksmessutónleikanna.
Jól Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. 20. desember 2021 15:58 Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV. 3. desember 2021 21:01 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. 20. desember 2021 15:58
Jülevenner Emmsjé Gauta nú einnig í streymi Íbúar dreifbýlis, Íslendingar sem hafa gefist upp og flutt af landi brott, félagsfælnir, ungbarna foreldrar, sóttkvíar fólk og aðrir sem vegna óviðráðanlegra aðstæðna komast ekki í Háskólabíó. Bið ykkar er á enda, nú getiði upplifað Jülevenner 2021 með stafrænum hætti í gegnum streymi NovaTV. 3. desember 2021 21:01