Leikskólakennarar lýsa yfir vonbrigðum með að leikskólum verði ekki lokað Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 13:48 Leikskólakennarar segja engin haldbær sóttvarnarrök vera fyrir því að loka ekki leikskólum. Vísir/Vilhelm Stjórnir Félags leikskólakennara (FL) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL) hafa lýst yfir vonbrigðum með þá ákvörðun að leikskólum verði ekki lokað milli jóla og nýárs vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ályktun segir að félögin hafi komið áhyggjum sínum skýrt til skila með góðum fyrirvara en málefnaleg rök hafi verið virt að vettugi. Engin haldbær sóttvarnarrök séu fyrir því að loka ekki leikskólum. „Öll börn á leikskólastiginu eru óbólusett og ef horft er til hlutfalls fjölda barna í einangrun er sáralítill munur á milli leik- og grunnskólastigsins. Það er staðreynd að útilokað er að gæta að sóttvörnum milli barna á leikskólastiginu og nánd milli kennara og barna er miklu meiri en á öðrum skólastigum,“ segir í tilkynningunni. Félögin minna í ályktuninni á að grunn- og framhaldsskólar hafi lokað dagana fyrir dymbilviku síðasta vor og að leikskólum hafi verið haldið opnum alla þá daga fram að lögbundnum frídögum. „Þessi ákvörðun lagðist mjög illa í kennara og stjórnendur og upplifðu þeir mikla vanvirðingu gagnvart skólastiginu. Sú ákvörðun leiddi til að í kjölfarið kom upp eitt stærsta hópsmit í íslensku samfélagi í leikskólanum Jörfa. Við höfum því vítin til að varast. Samgangur stórfjölskyldna er eðlilegur fylgifiskur jólahaldsins og getur það leitt til þess að smitin muni dreifa sér í leikskólum landsins milli jóla og nýárs. Félögin hvetja eindregið til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima milli jóla og nýárs. Eins hvetja félögin öll sveitarfélög til að loka sínum leikskólum á milli hátíða. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af afleiðingum þessarar ákvörðunar. Bæði til skamms tíma og lengri. Sú sóttvarnarlega áhætta sem verið er að taka er óumdeild. Hins vegar er staðan nú þannig í leikskólum landsins að eftir að eitt leyfisbréf varð að lögum er raunverulega hætta á að leikskólakennarar fari í stórum stíl að kenna á öðrum skólastigum. Ákvarðanir sem þessar sem ekki eru studdar með sóttvarnarrökum geta ýtt enn frekar undir þá slæmu þróun. Leikskólastigið má engan veginn við því,“ segir í ályktuninni frá leikskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í ályktun segir að félögin hafi komið áhyggjum sínum skýrt til skila með góðum fyrirvara en málefnaleg rök hafi verið virt að vettugi. Engin haldbær sóttvarnarrök séu fyrir því að loka ekki leikskólum. „Öll börn á leikskólastiginu eru óbólusett og ef horft er til hlutfalls fjölda barna í einangrun er sáralítill munur á milli leik- og grunnskólastigsins. Það er staðreynd að útilokað er að gæta að sóttvörnum milli barna á leikskólastiginu og nánd milli kennara og barna er miklu meiri en á öðrum skólastigum,“ segir í tilkynningunni. Félögin minna í ályktuninni á að grunn- og framhaldsskólar hafi lokað dagana fyrir dymbilviku síðasta vor og að leikskólum hafi verið haldið opnum alla þá daga fram að lögbundnum frídögum. „Þessi ákvörðun lagðist mjög illa í kennara og stjórnendur og upplifðu þeir mikla vanvirðingu gagnvart skólastiginu. Sú ákvörðun leiddi til að í kjölfarið kom upp eitt stærsta hópsmit í íslensku samfélagi í leikskólanum Jörfa. Við höfum því vítin til að varast. Samgangur stórfjölskyldna er eðlilegur fylgifiskur jólahaldsins og getur það leitt til þess að smitin muni dreifa sér í leikskólum landsins milli jóla og nýárs. Félögin hvetja eindregið til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima milli jóla og nýárs. Eins hvetja félögin öll sveitarfélög til að loka sínum leikskólum á milli hátíða. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af afleiðingum þessarar ákvörðunar. Bæði til skamms tíma og lengri. Sú sóttvarnarlega áhætta sem verið er að taka er óumdeild. Hins vegar er staðan nú þannig í leikskólum landsins að eftir að eitt leyfisbréf varð að lögum er raunverulega hætta á að leikskólakennarar fari í stórum stíl að kenna á öðrum skólastigum. Ákvarðanir sem þessar sem ekki eru studdar með sóttvarnarrökum geta ýtt enn frekar undir þá slæmu þróun. Leikskólastigið má engan veginn við því,“ segir í ályktuninni frá leikskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03