Leikskólakennarar lýsa yfir vonbrigðum með að leikskólum verði ekki lokað Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 13:48 Leikskólakennarar segja engin haldbær sóttvarnarrök vera fyrir því að loka ekki leikskólum. Vísir/Vilhelm Stjórnir Félags leikskólakennara (FL) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL) hafa lýst yfir vonbrigðum með þá ákvörðun að leikskólum verði ekki lokað milli jóla og nýárs vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ályktun segir að félögin hafi komið áhyggjum sínum skýrt til skila með góðum fyrirvara en málefnaleg rök hafi verið virt að vettugi. Engin haldbær sóttvarnarrök séu fyrir því að loka ekki leikskólum. „Öll börn á leikskólastiginu eru óbólusett og ef horft er til hlutfalls fjölda barna í einangrun er sáralítill munur á milli leik- og grunnskólastigsins. Það er staðreynd að útilokað er að gæta að sóttvörnum milli barna á leikskólastiginu og nánd milli kennara og barna er miklu meiri en á öðrum skólastigum,“ segir í tilkynningunni. Félögin minna í ályktuninni á að grunn- og framhaldsskólar hafi lokað dagana fyrir dymbilviku síðasta vor og að leikskólum hafi verið haldið opnum alla þá daga fram að lögbundnum frídögum. „Þessi ákvörðun lagðist mjög illa í kennara og stjórnendur og upplifðu þeir mikla vanvirðingu gagnvart skólastiginu. Sú ákvörðun leiddi til að í kjölfarið kom upp eitt stærsta hópsmit í íslensku samfélagi í leikskólanum Jörfa. Við höfum því vítin til að varast. Samgangur stórfjölskyldna er eðlilegur fylgifiskur jólahaldsins og getur það leitt til þess að smitin muni dreifa sér í leikskólum landsins milli jóla og nýárs. Félögin hvetja eindregið til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima milli jóla og nýárs. Eins hvetja félögin öll sveitarfélög til að loka sínum leikskólum á milli hátíða. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af afleiðingum þessarar ákvörðunar. Bæði til skamms tíma og lengri. Sú sóttvarnarlega áhætta sem verið er að taka er óumdeild. Hins vegar er staðan nú þannig í leikskólum landsins að eftir að eitt leyfisbréf varð að lögum er raunverulega hætta á að leikskólakennarar fari í stórum stíl að kenna á öðrum skólastigum. Ákvarðanir sem þessar sem ekki eru studdar með sóttvarnarrökum geta ýtt enn frekar undir þá slæmu þróun. Leikskólastigið má engan veginn við því,“ segir í ályktuninni frá leikskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Í ályktun segir að félögin hafi komið áhyggjum sínum skýrt til skila með góðum fyrirvara en málefnaleg rök hafi verið virt að vettugi. Engin haldbær sóttvarnarrök séu fyrir því að loka ekki leikskólum. „Öll börn á leikskólastiginu eru óbólusett og ef horft er til hlutfalls fjölda barna í einangrun er sáralítill munur á milli leik- og grunnskólastigsins. Það er staðreynd að útilokað er að gæta að sóttvörnum milli barna á leikskólastiginu og nánd milli kennara og barna er miklu meiri en á öðrum skólastigum,“ segir í tilkynningunni. Félögin minna í ályktuninni á að grunn- og framhaldsskólar hafi lokað dagana fyrir dymbilviku síðasta vor og að leikskólum hafi verið haldið opnum alla þá daga fram að lögbundnum frídögum. „Þessi ákvörðun lagðist mjög illa í kennara og stjórnendur og upplifðu þeir mikla vanvirðingu gagnvart skólastiginu. Sú ákvörðun leiddi til að í kjölfarið kom upp eitt stærsta hópsmit í íslensku samfélagi í leikskólanum Jörfa. Við höfum því vítin til að varast. Samgangur stórfjölskyldna er eðlilegur fylgifiskur jólahaldsins og getur það leitt til þess að smitin muni dreifa sér í leikskólum landsins milli jóla og nýárs. Félögin hvetja eindregið til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima milli jóla og nýárs. Eins hvetja félögin öll sveitarfélög til að loka sínum leikskólum á milli hátíða. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af afleiðingum þessarar ákvörðunar. Bæði til skamms tíma og lengri. Sú sóttvarnarlega áhætta sem verið er að taka er óumdeild. Hins vegar er staðan nú þannig í leikskólum landsins að eftir að eitt leyfisbréf varð að lögum er raunverulega hætta á að leikskólakennarar fari í stórum stíl að kenna á öðrum skólastigum. Ákvarðanir sem þessar sem ekki eru studdar með sóttvarnarrökum geta ýtt enn frekar undir þá slæmu þróun. Leikskólastigið má engan veginn við því,“ segir í ályktuninni frá leikskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03