Leikskólakennarar lýsa yfir vonbrigðum með að leikskólum verði ekki lokað Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2021 13:48 Leikskólakennarar segja engin haldbær sóttvarnarrök vera fyrir því að loka ekki leikskólum. Vísir/Vilhelm Stjórnir Félags leikskólakennara (FL) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL) hafa lýst yfir vonbrigðum með þá ákvörðun að leikskólum verði ekki lokað milli jóla og nýárs vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ályktun segir að félögin hafi komið áhyggjum sínum skýrt til skila með góðum fyrirvara en málefnaleg rök hafi verið virt að vettugi. Engin haldbær sóttvarnarrök séu fyrir því að loka ekki leikskólum. „Öll börn á leikskólastiginu eru óbólusett og ef horft er til hlutfalls fjölda barna í einangrun er sáralítill munur á milli leik- og grunnskólastigsins. Það er staðreynd að útilokað er að gæta að sóttvörnum milli barna á leikskólastiginu og nánd milli kennara og barna er miklu meiri en á öðrum skólastigum,“ segir í tilkynningunni. Félögin minna í ályktuninni á að grunn- og framhaldsskólar hafi lokað dagana fyrir dymbilviku síðasta vor og að leikskólum hafi verið haldið opnum alla þá daga fram að lögbundnum frídögum. „Þessi ákvörðun lagðist mjög illa í kennara og stjórnendur og upplifðu þeir mikla vanvirðingu gagnvart skólastiginu. Sú ákvörðun leiddi til að í kjölfarið kom upp eitt stærsta hópsmit í íslensku samfélagi í leikskólanum Jörfa. Við höfum því vítin til að varast. Samgangur stórfjölskyldna er eðlilegur fylgifiskur jólahaldsins og getur það leitt til þess að smitin muni dreifa sér í leikskólum landsins milli jóla og nýárs. Félögin hvetja eindregið til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima milli jóla og nýárs. Eins hvetja félögin öll sveitarfélög til að loka sínum leikskólum á milli hátíða. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af afleiðingum þessarar ákvörðunar. Bæði til skamms tíma og lengri. Sú sóttvarnarlega áhætta sem verið er að taka er óumdeild. Hins vegar er staðan nú þannig í leikskólum landsins að eftir að eitt leyfisbréf varð að lögum er raunverulega hætta á að leikskólakennarar fari í stórum stíl að kenna á öðrum skólastigum. Ákvarðanir sem þessar sem ekki eru studdar með sóttvarnarrökum geta ýtt enn frekar undir þá slæmu þróun. Leikskólastigið má engan veginn við því,“ segir í ályktuninni frá leikskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Í ályktun segir að félögin hafi komið áhyggjum sínum skýrt til skila með góðum fyrirvara en málefnaleg rök hafi verið virt að vettugi. Engin haldbær sóttvarnarrök séu fyrir því að loka ekki leikskólum. „Öll börn á leikskólastiginu eru óbólusett og ef horft er til hlutfalls fjölda barna í einangrun er sáralítill munur á milli leik- og grunnskólastigsins. Það er staðreynd að útilokað er að gæta að sóttvörnum milli barna á leikskólastiginu og nánd milli kennara og barna er miklu meiri en á öðrum skólastigum,“ segir í tilkynningunni. Félögin minna í ályktuninni á að grunn- og framhaldsskólar hafi lokað dagana fyrir dymbilviku síðasta vor og að leikskólum hafi verið haldið opnum alla þá daga fram að lögbundnum frídögum. „Þessi ákvörðun lagðist mjög illa í kennara og stjórnendur og upplifðu þeir mikla vanvirðingu gagnvart skólastiginu. Sú ákvörðun leiddi til að í kjölfarið kom upp eitt stærsta hópsmit í íslensku samfélagi í leikskólanum Jörfa. Við höfum því vítin til að varast. Samgangur stórfjölskyldna er eðlilegur fylgifiskur jólahaldsins og getur það leitt til þess að smitin muni dreifa sér í leikskólum landsins milli jóla og nýárs. Félögin hvetja eindregið til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima milli jóla og nýárs. Eins hvetja félögin öll sveitarfélög til að loka sínum leikskólum á milli hátíða. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af afleiðingum þessarar ákvörðunar. Bæði til skamms tíma og lengri. Sú sóttvarnarlega áhætta sem verið er að taka er óumdeild. Hins vegar er staðan nú þannig í leikskólum landsins að eftir að eitt leyfisbréf varð að lögum er raunverulega hætta á að leikskólakennarar fari í stórum stíl að kenna á öðrum skólastigum. Ákvarðanir sem þessar sem ekki eru studdar með sóttvarnarrökum geta ýtt enn frekar undir þá slæmu þróun. Leikskólastigið má engan veginn við því,“ segir í ályktuninni frá leikskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30 Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þórólfur vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar á leið til landsins verði krafðir um neikvætt PCR-próf, sem ekki er eldra en tveggja sólarhringa gamalt, við byrðingu erlendis. Þá skulu allir farþegar með íslenska kennitölu fara í PCR-próf á heilsugæslunni innan tveggja sólarhringa eftir komu og sæta sóttkví þar til neikvæð niðurstaða liggur fyrir. 21. desember 2021 13:30
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03