Sorpa dæmd til að greiða níutíu milljónir vegna útboðsklúðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 10:58 Deilan snerist um útboð á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi. Vísir/Arnar Sorpa þarf að greiða Íslenskum aðalverktökum 89,4 milljónir vegna útboðsins á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarsstöð Sorpu á Álfsnesi. Héraðsdómur telur Sorpu ekki hafa gætt jafnræðis á milli bjóðenda í verkið. Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað. Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað.
Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46
Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18