Norskir fjölmiðlar fjalla um meintan ritstuld seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 10:39 Ásakanir Bergsveins á hendur Ásgeiri Jónssyni eru farnar að vekja athygli út fyrir landsteina. Í Noregi þykir það tíðindum sæta að íslenski seðlabankastjórinn skuli mega sæta öðru eins og því að vera sakaður um ritstuld. En bók Bergsveins, Svarti víkingurinn, kom út í Noregi 2013 og naut mikilla vinsælda þar í landi, seldist í 25 þúsund eintökum. vísir/vilhelm Ásakanir Bergsveins Birgissonar rithöfundar á hendur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra þess efnis að hann hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni af svarta víkingnum við ritun Eyjunnar hans Ingólfs hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla. Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs. Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs.
Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
„Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43