Bólusetningar hafa gert mikið gagn Marinó G. Njálsson skrifar 20. desember 2021 15:25 Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun