Um 300 þúsund manns þurftu að flýja heimili sín áður en veðrið skall á en vindurinn náði um 195 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest var.
Um 240 slösuðust í veðurhamnum og rúmlega 50 er enn saknað að sögn lögreglunnar á staðnum en veðrið gekk yfir suðausturhluta Filippseyja.
Erfiðlega hefur gengið að ná sambandi við sum svæði sem lentu í veðrinu og því óttast menn að tjónið af völdum þess sé enn meira. Þá er einnig talið að flóð og aurskriður sem komu í kjölfar Rai hafi tekið sinn toll einnig.
Rauði krossinn hefur þegar hafið neyðarsöfnun til handa fólki á svæðinu en mikið uppbyggingarstarf er nú framundan þar sem heilu bæirnir urðu eyðileggingunni að bráð.
Rai er öflugasti fellibylurinn sem skellur á Filippseyjum á þessu ári og þó kemur hann utan hins venjulega fellibyljatíma, en þeir eru algengastir í júlí og fram í október.