Stjúpmóðir sökuð um að hafa haft stjúpbörn sín í nauðungarvinnu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 15:49 Börnin krefja stjúpmóðurina um 29 milljónir í bætur. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið ákærð fyrir mannsal en hún er sökuð um að hafa haft fjögur stjúpbörn sín í þrælkunarvinnu. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrr í þessum mánuði, eftir ákæru héraðssaksóknara. Fréttastofa RÚV greinir fyrst frá en þar segir að stjúpmóðirin hafi verið gift föður barnanna fjögurra. Hún hafi flutt þau hingað til lands og neytt þau til að vinna í þrettán klukkustundir á dag, sex til sjö daga vikunnar. Konan er íslensk en hefur sterk tengsl við erlent land, segir í frétt RÚV. Þá segir að stjúpmóðirin hafi vanrækt börnin, andlega og líkamlega, og sýnt af sér ruddaskap og yfirgang. Konan hafi öskrað á börnin bæði á heimili og á vinnustað þeirra og gert lítið úr þeim á sérstaklega sársaukafullan hátt, en hún útvegaði þeim vinnu á stað þar sem hún vann sjálf sem verkstjóri. Í ákærunni segir að börnin hafi ekki mátt stunda tómstundir eða hitta vini sína og hún hafi neitað þeim að sækja framhaldsskóla, að skólaskyldu lokinni. Konan hafi þar að auki hótað að senda börnin úr landi. Stjúpmóðirin er ákærð fyrir mansal og peningaþvætti. Hún er sökuð um að hafa tekið sextán milljónir af launum barnanna, skipt í erlendan gjaldeyri og flutt út úr landi. Börnin krefja konuna um 29 milljónir í skaðabætur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Fréttastofa RÚV greinir fyrst frá en þar segir að stjúpmóðirin hafi verið gift föður barnanna fjögurra. Hún hafi flutt þau hingað til lands og neytt þau til að vinna í þrettán klukkustundir á dag, sex til sjö daga vikunnar. Konan er íslensk en hefur sterk tengsl við erlent land, segir í frétt RÚV. Þá segir að stjúpmóðirin hafi vanrækt börnin, andlega og líkamlega, og sýnt af sér ruddaskap og yfirgang. Konan hafi öskrað á börnin bæði á heimili og á vinnustað þeirra og gert lítið úr þeim á sérstaklega sársaukafullan hátt, en hún útvegaði þeim vinnu á stað þar sem hún vann sjálf sem verkstjóri. Í ákærunni segir að börnin hafi ekki mátt stunda tómstundir eða hitta vini sína og hún hafi neitað þeim að sækja framhaldsskóla, að skólaskyldu lokinni. Konan hafi þar að auki hótað að senda börnin úr landi. Stjúpmóðirin er ákærð fyrir mansal og peningaþvætti. Hún er sökuð um að hafa tekið sextán milljónir af launum barnanna, skipt í erlendan gjaldeyri og flutt út úr landi. Börnin krefja konuna um 29 milljónir í skaðabætur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira