Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 14:59 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. Reykjavíkurborg hefur notað upplýsingaforritið í grunnskólum í sveitarfélaginu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að forritið sé gagnvirk kennslulausn, sem býður nemendum upp á að vinna verkefni, fá leiðréttingar og endurgjöf með rafrænum hætti. Persónuvernd telur að vinnsla upplýsinga um grunnskólanemendur með notkun forritisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Í ákvörðuninni segir að rafræn kerfi séu vitaskuld hentug að einhverju leyti, en ekki geti verið unnt að safna upplýsingum um nemendur í tiltekið upplýsingakerfi eins og Reykjavíkurborg hafi gert. Upplýsingasöfnunin væri ekki nauðsynleg að mati stofnunarinnar. Reykjavíkurborg hyggst eyða persónuupplýsingum Í fréttatilkynningunni segir að Reykjavíkurborg hafi strax hafist handa við að taka kerfið úr allri notkun samhliða eyðingu persónuupplýsinga í samræmi við ákvörðun Persónuverndar. Þá þurfi að fara vandlega yfir hvaða áhrif niðurstaðan hefur haft á starf í framhaldsskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, segir að niðurstaða stofnunarinnar leiði til þess að skólum um allt land sé ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þurfi vandlega yfir stöðu mála. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ segir Helgi meðal annars. Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur notað upplýsingaforritið í grunnskólum í sveitarfélaginu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að forritið sé gagnvirk kennslulausn, sem býður nemendum upp á að vinna verkefni, fá leiðréttingar og endurgjöf með rafrænum hætti. Persónuvernd telur að vinnsla upplýsinga um grunnskólanemendur með notkun forritisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Í ákvörðuninni segir að rafræn kerfi séu vitaskuld hentug að einhverju leyti, en ekki geti verið unnt að safna upplýsingum um nemendur í tiltekið upplýsingakerfi eins og Reykjavíkurborg hafi gert. Upplýsingasöfnunin væri ekki nauðsynleg að mati stofnunarinnar. Reykjavíkurborg hyggst eyða persónuupplýsingum Í fréttatilkynningunni segir að Reykjavíkurborg hafi strax hafist handa við að taka kerfið úr allri notkun samhliða eyðingu persónuupplýsinga í samræmi við ákvörðun Persónuverndar. Þá þurfi að fara vandlega yfir hvaða áhrif niðurstaðan hefur haft á starf í framhaldsskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, segir að niðurstaða stofnunarinnar leiði til þess að skólum um allt land sé ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þurfi vandlega yfir stöðu mála. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ segir Helgi meðal annars.
Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira