„Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 13:00 Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er feginn að ekki hafi farið verr. Vísir/Viktor Eldur kom upp í bakhúsi á Frakkastíg í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan níu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum fram eftir morgni en vel gekk að slökkva eldinn. Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Sjá meira
Húsið er klætt með bárujárni en eldurinn kom upp í klæðningu í útvegg hússins. Illa hefði getað farið en slökkviliðið segir í samtali við fréttastofu að eldri hús séu reglulega einangruð með lélegu efni, og eldurinn geti því breiðst fljótt út. Reykskynjarar spili lykilhlutverk og mikilvægt sé að vera meðvituð um flóttaleiðir. Klippa: Slökkviliðið að störfum Eldsupptök eru enn ókunn en slökkviliðið segir ólíklegt að kviknað hafi í út frá kertum. Erfitt sé að festa fingur á eldsupptök enda sé rannsókn skammt á veg komin, en lögregla mun koma til með að fylgjast með húsinu og rannsaka vettvang í dag. Fólk er þó enn sem áður hvatt til að fara með gát, sérstaklega um hátíðirnar. Íbúi í næsta húsi segist hafa vaknað við læti þegar verið var að vekja fólkið sem var inni í bakhúsinu. Hún fann þá brunalykt og áttaði sig fljótt á því hvað væri í gangi. Að sögn íbúans er verið að gera bakhúsið upp en það er í skammtímaleigu á vefsíðunni AirBnb. Slökkviliðið bar blessunarlega fljótt að garði og þeir sem inni voru komust óhult út úr húsinu. Fréttastofa náði tali af Finni Hilmarssyni, varðstjóra hjá slökkviliðinu, á vettvangi í morgun. „Þetta er bara eldur í viðbyggingu á húsi hérna á Frakkastíg 13. Þetta var bara staðbundið hérna í horninu og við erum að klára að rjúfa klæðninguna, bæði á þakinu og á hliðinni hérna, til þess að fullvissa okkur um að við séum komnir fyrir [eldinn]. Það er bara smá glóð enn þá í timbri hérna á bakvið klæðninguna.“ Fór ekki betur en á horfðist? „Þetta hefði getað farið mjög illa ef þetta hefði fengið að krauma lengur,“ segir Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu. Aðrir slökkviliðsmenn tóku í sama streng og þökkuðu fyrir góðar aðstæður á vettvangi. Veður var með besta móti, logn og dálítil rigning, og eldurinn kom upp í vegg sem ekki lá að næsta húsi. Fréttamaður tók myndir á vettvangi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Sjá meira
Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18. desember 2021 08:51