Veður

Milt veður um land allt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búast má við mildu veðri víðast hvar í dag en lítilsháttar vætu. 
Búast má við mildu veðri víðast hvar í dag en lítilsháttar vætu.  Vísir/Vilhelm

Mild suðlæg átt er á landinu í dga, skýjað og smá væta með köflum en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi. Hiti verður á bilinu núll til átta stig en mildast sunnan- og vestanlands. 

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við svipuðu veðri á morun en samfelldri rigningu um tíma við vesturströndina. 

Þá verður hægur vindur og yfirleitt þurrt á mánudag en síðan er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt mð kólnandi veðri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×