Peter Wright hikstaði aðeins í upphafi viðureignarinnar og þurfti alla fimm leggina til að klára fyrsta settið.
Skotinn var svo heldur öruggari í öðru setti þar sem hann vann 3-1, og þriðja settið reyndist það seinasta þar sem Wright sigraði 3-0 og þar með tryggði heimsmeistarinn frá 2020 sér sæti í 32-manna úrslitum.
𝗪𝗥𝗜𝗚𝗛𝗧 𝗪𝗛𝗜𝗧𝗘𝗪𝗔𝗦𝗛𝗘𝗦 𝗠𝗘𝗜𝗞𝗟𝗘! 🐍
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2021
Peter Wright not at his best but he gets the job done, sealing a whitewash 3-0 success over the young Ryan Meikle! pic.twitter.com/jEYkArctE8
Fyrr í kvöld vann Englendingurinn Ross Smith öruggan 3-0 sigur gegn nafna sínum frá Kanada, Jeff Smith, og Joe Murnan sló aldursforseta mótsins, Paul Lim, úr leik með 3-2 sigri.
Þá má ekki gleyma stóru stund kvöldsins þegar William Borland sigraði Bradley Brooks 3-2, en Borland kláraði viðureignina með fyrsta níu pílna leik mótsins.