„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2021 22:00 Enn er á huldu hvað varð af Guðmundi og Geirfinni Einarssyni sem hurfu sporlaust árið 1974. Leitað var að þeim víða meðal annars í Hafnarfjarðarhrauni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent