Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 13:06 Jörundur Ragnarsson í gervi Zack Mosbergssonar. Skjáskot Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. Neðar á listanum má finna mörg stærstu vörumerki heims á borð við Pepsi, Nike og Doritos. Sigurvegarinn þetta árið er bandaríska tryggingafélagið Geico og silfrið hlýtur skyndibitarisinn McDonalds. Icelandverse-auglýsing Íslandsstofu hefur vakið mikla athygli um allan heim en þar er gert stólpagrín að fyrirhuguðum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, sem hét áður Facebook. Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbæri sem kallast Icelandverse. Á það að vera „raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna.“ Þar er vísað til sýndarveruleikaheims Meta sem bera á nafnið Metaverse. Í rökstuðningi sínum nefnir Adweek að skopstælingin á Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, hafi verið svo vel heppnuð að forstjórinn sjálfur hafi lýst yfir ánægju sinni. Þá hafi yfir sex milljónir manna séð myndbandið fyrstu vikuna þrátt fyrir að Íslandsstofa hafi varið sáralitlu í birtingu. Í lok vikunnar höfðu um 800 umfjallanir birst um auglýsinguna í erlendum miðlum á borð við Economist, Forbes, CNBC, Independent og Sky News. Náðu markmiði sínu Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sagði í samtali við fréttastofu í nóvember að Íslandsstofa hafi aldrei fengið jafn sterk viðbrögð við auglýsingaherferð og að verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum væri ómetanlegt. Jákvæð viðbrögð frá fólki hafi ekki látið á sér standa og margir lýst yfir áhuga á því að ferðast til Íslands. Þar með sé markmiði markaðherferðarinnar náð. Peel auglýsingastofa ásamt M&C Saatchi Group sá um hugmynd og handrit auglýsingarinnar en Allan Sigurdsson leikstýrði. Hún kostaði tíu milljónir í framleiðslu. Hér fyrir neðan má sjá þær tvær auglýsingar sem voru hlutskarpastar í vali Adweek þetta árið. Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við. 19. nóvember 2021 20:45 „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30 Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Neðar á listanum má finna mörg stærstu vörumerki heims á borð við Pepsi, Nike og Doritos. Sigurvegarinn þetta árið er bandaríska tryggingafélagið Geico og silfrið hlýtur skyndibitarisinn McDonalds. Icelandverse-auglýsing Íslandsstofu hefur vakið mikla athygli um allan heim en þar er gert stólpagrín að fyrirhuguðum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, sem hét áður Facebook. Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbæri sem kallast Icelandverse. Á það að vera „raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna.“ Þar er vísað til sýndarveruleikaheims Meta sem bera á nafnið Metaverse. Í rökstuðningi sínum nefnir Adweek að skopstælingin á Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, hafi verið svo vel heppnuð að forstjórinn sjálfur hafi lýst yfir ánægju sinni. Þá hafi yfir sex milljónir manna séð myndbandið fyrstu vikuna þrátt fyrir að Íslandsstofa hafi varið sáralitlu í birtingu. Í lok vikunnar höfðu um 800 umfjallanir birst um auglýsinguna í erlendum miðlum á borð við Economist, Forbes, CNBC, Independent og Sky News. Náðu markmiði sínu Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sagði í samtali við fréttastofu í nóvember að Íslandsstofa hafi aldrei fengið jafn sterk viðbrögð við auglýsingaherferð og að verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum væri ómetanlegt. Jákvæð viðbrögð frá fólki hafi ekki látið á sér standa og margir lýst yfir áhuga á því að ferðast til Íslands. Þar með sé markmiði markaðherferðarinnar náð. Peel auglýsingastofa ásamt M&C Saatchi Group sá um hugmynd og handrit auglýsingarinnar en Allan Sigurdsson leikstýrði. Hún kostaði tíu milljónir í framleiðslu. Hér fyrir neðan má sjá þær tvær auglýsingar sem voru hlutskarpastar í vali Adweek þetta árið.
Auglýsinga- og markaðsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við. 19. nóvember 2021 20:45 „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30 Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við. 19. nóvember 2021 20:45
„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. 12. nóvember 2021 13:30
Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12. nóvember 2021 06:40