„Ásmundur Einar er ekki Guð“ Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2021 10:26 Ásmundur Einar Daðason telst tvímælalaust einn helsti sigurvegari síðustu Alþingiskosninga. Hverju sem það má þakka eða um kenna eftir atvikum. Einn þátttakenda í könnun Maskínu á falsfréttum í aðdraganda kosninga taldi sig hafa séð frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar væri Guð, og vafðist ekki fyrir þeim hinum sama að flokka það sem falsfrétt. vísir/vilhelm Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september. Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt. Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Þar af sögðust ellefu prósent þátttakenda hafa orðið vör við slíkar upplýsingar oft á dag síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Sem hlýtur að teljast verulega hátt hlutfall. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá niðurstöðum. Þar segir meðal annars að af þeim sem sögðust hafa orðið vör við falsfréttir eða rangar upplýsingar sagðist rúmlega helmingur telja ákveðinn stjórnmálaflokkur hafi borið ábyrgð á falsfréttunum. Og Kjósendur ríkisstjórnarflokkana (Sjálfstæðisflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokks) voru ólíklegastir til að hafa orðið varir við falsfréttir eða rangar upplýsingar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, fór fram dagana 27. september til 7. október og voru svarendur 946 talsins. Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman skýrslu sem byggir á könnuninni og niðurstöðum hennar. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós. Skjáskot úr skýrslu fjölmiðlanefndar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum könnunar Maskíinu um falsfréttir í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.skjáskot Meðal þess sem þar má sjá eru dæmi um ummæli, það sem þátttakendur könnunarinnar töldu vera falsfrétt. Einhver rak augu í frétt þar sem því var haldið fram að Ásmundur Einar Daðason væri ekki Guð og það vafðist ekki fyrir viðkomandi að afgreiða það sem falsfrétt. Og þannig eru fleiri setningar tilgreindar eins og sjá má á skjáskoti hér ofar. Svo sem: „Endalausar lygar Bjarna Ben og rakin aumingjaskapur fjölmiðlafólks að staðreyndatékka lygavaðalinn úr fávitanum og leyfa honum að ræpa…“ Og af frá hinum kantinum, en sé litið til þess að þeir sem eru stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna töldu sig ekki sá eins margar falsfréttir og hinir, þá er þetta að einhverju leyti í auga sjáandans: „Blaðrið í Gunnari Smára,“ segir annar og flokkar það sem rangar upplýsingar og/eða falsfrétt.
Skoðanakannanir Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira