Karólína Lea skoraði og Glódís Perla stóð vaktina í vörninni er Bayern fór létt með Benfica Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 19:40 Karólína Lea brosti sínu breiðasta eftir að hafa komið Bayern yfir. Daniel Kopatsch/Getty Images Bayern München vann 4-0 sigur á Benfica í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir spiluðu allan leikinn. Karólína Lea gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Fyrir umferð kvöldsins var ljóst að Bayern og Lyon myndu fara í útsláttarkeppnina, eina spurningin var hvort liðið myndi vinna leikinn. Stöllur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í Lyon mættu Häcken þar sem Diljá Ýr Zomers sat allan tímann á bekknum. Catarina Amado is punished for a risky back pass https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/5MyMcjinoi— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Glódís Perla og Karólína Lea voru hins vegar í byrjunarliði Bayern um miðjan fyrri hálfleik komust heimakonur yfir. Karólína Lea las leikinn vel þegar Catarina Amado átti slaka sendingu til baka. Karólína náði boltanum, fór framhjá Carolina Dias og renndi boltanum í netið. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, Lea Schüller skallaði þá aukaspyrnu Klöru Bühl í netið. Schüller scores 149 seconds after Bayern's first https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/U5bUTPSH5T— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Aðeins voru 149 sekúndur á milli fyrsta og annars marks Bayern. Fleiri yrðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan því enn 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Bayern byrjaði síðari hálfleik af krafti. Eftir þriggja mínútna leik var vítaspyrna dæmd, Giulia Gwinn fór á punktinn og skoraði af öryggi. Heimakonur unnu boltann strax aftur og Bühl kom þeim í 4-0 innan við mínútu eftir að þriðja mark leiksins hafði verið skorað. Aðeins munaði 49 sekúndum á milli markanna að þessu sinni. ' Bayern score their fourth from the restart after the third. https://t.co/4hGTh0vETG https://t.co/Fw9o3R7NHp https://t.co/ciBYRhqAmO pic.twitter.com/wc3ss3Xwwa— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Staðan því orðin 4-0 þegar aðeins 49 mínútur voru liðnar og leikurinn svo gott sem búinn. Í kjölfarið róuðust leikar töluvert og þó gestirnir frá Portúgal hafi ógnað aðeins undir lok leiks voru þær aldrei nálægt því að minnka muninn. Glódís Perla í baráttunni við Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmann ÍBV.Roland Krivec/Getty Images Í hinum leik riðilsins vann Lyon einnig 4-0 sigur þökk sé mörkum Catarinu Macario, Ade Hegerberg, Amöndu Henry og Janice Cayman. Tryggði Lyon sér þar með toppsæti riðilsins. 5 6 goals in 5 6 @UWCL games for @AdaStolsmo https://t.co/6GQLe0Chy7 https://t.co/qupoHpdSE8 https://t.co/IpNIIyKJ3L pic.twitter.com/5nxX4N3Cj3— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 D-riðill endar því þannig að Lyon er með 15 stig á toppi riðilsins, Bayern þar á eftir með 13 stig, Benfica með fjögur og Häcken þrjú stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti