Góð ráð fyrir vinnualka sem kvíðir fyrir jólunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. desember 2021 07:00 Mörgum vinnuölkum finnst tilhugsunin um að vera frá vinnu um jólin hreinlega óbærileg: Upplifa kvíða og vanlíðan jafnvel í marga daga fyrir jólin. En hér er það þó fyrst og fremst hugarfarið sem þarfnast endurskoðunar því jólin eru frábært tækifæri til að hlaða batteríin og hlúa vel að sambandinu við ástvini okkar. Hvoru tveggja nýtist okkur síðan vel þegar mætt er til vinnu á ný eftir frí. Vísir/Getty Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar. Þetta er ekki grín. Því vinnualkar geta einfaldlega upplifað kvíða yfir hátíðarnar. Vanlíðan yfir því að vera ekki að vinna. Hlakka til þegar fríið er búið. Eða langar frekar að setjast niður við tölvuna en að vera með vinum og vandamönnum í jólaboðum. Satt best að segja upplifa margir vinnualkar kvíða strax á aðventunni. Því tilhugsunin um það að vera frá vinnu og „ekkert“ að gera nema í fríi með fjölskyldunni er nánast eins og óbærileg. Hér eru nokkur góð ráð fyrir vinnualka og hvernig hægt er að sporna við þessari líðan með því að taka smá snúning á viðhorfi og hugsunum. Að breyta kvíða í tilhlökkun Fólk sem upplifir sig sem vinnualka og á erfitt með að vera ekki að vinna, er oft drifið áfram af ákveðnu samviskubiti. Löngunin til að afkasta, gera, framkvæma, klára….. er svo mikil að þegar viðkomandi er ekki á haus í vinnu, tekur við óróleikatilfinning sem í raun er ekki annað en sjálfskapað samviskubit yfir því að vera „ekki að gera neitt.“ Til þess að losna við þessar tilfinningar er gott að hugsa um jólin sem frábært tækifæri til að hlaða batteríin. Því meira sem þú hvílist um jólin, því hressari og tvíefldari verður þú þegar þú mætir til vinnu á ný. Eins er um að gera að minna sjálfan sig á að langbesta leiðin til að fá nýjar hugmyndir er hvíld. Og muna að þótt kulnun hljómi eins og óraunverulegur óvinur í eyrum vinnualka, þá er kulnun staðreynd sem getur bitið ótrúlegasta fólk í rassinn. Annað sem er ágætt fyrir vinnualka að hugsa um er hvað rannsóknir segja okkur um samveru með okkar nánustu. Því samkvæmt fjölmörgum rannsóknum skiptir gott samband við okkar nánustu mjög miklu máli þegar kemur að okkar eigin líkamlegu og andlegu hreysti. Í raun þýðir þetta að jólin eru frábær tími til að efla þetta samband. Ekki aðeins til að njóta heldur líka til að gefa okkur enn sterkari grunn fyrir allt næsta (vinnu-)ár. Þá er mælt með því að vinnualkar sem eru almennt duglegir að hreyfa sig, nýti jólin fyrir góða hreyfingu. Enda getur endorfín gert kraftaverk fyrir bæði líkama og sál. Hvaða fleira dettur þér í hug að hugsa um, sem gerir jólin að frábæru tækifæri en ekki kvíðvænlegum tíma frá vinnu? Góðu ráðin Heilsa Fjölskyldumál Starfsframi Tengdar fréttir Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00 Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þetta er ekki grín. Því vinnualkar geta einfaldlega upplifað kvíða yfir hátíðarnar. Vanlíðan yfir því að vera ekki að vinna. Hlakka til þegar fríið er búið. Eða langar frekar að setjast niður við tölvuna en að vera með vinum og vandamönnum í jólaboðum. Satt best að segja upplifa margir vinnualkar kvíða strax á aðventunni. Því tilhugsunin um það að vera frá vinnu og „ekkert“ að gera nema í fríi með fjölskyldunni er nánast eins og óbærileg. Hér eru nokkur góð ráð fyrir vinnualka og hvernig hægt er að sporna við þessari líðan með því að taka smá snúning á viðhorfi og hugsunum. Að breyta kvíða í tilhlökkun Fólk sem upplifir sig sem vinnualka og á erfitt með að vera ekki að vinna, er oft drifið áfram af ákveðnu samviskubiti. Löngunin til að afkasta, gera, framkvæma, klára….. er svo mikil að þegar viðkomandi er ekki á haus í vinnu, tekur við óróleikatilfinning sem í raun er ekki annað en sjálfskapað samviskubit yfir því að vera „ekki að gera neitt.“ Til þess að losna við þessar tilfinningar er gott að hugsa um jólin sem frábært tækifæri til að hlaða batteríin. Því meira sem þú hvílist um jólin, því hressari og tvíefldari verður þú þegar þú mætir til vinnu á ný. Eins er um að gera að minna sjálfan sig á að langbesta leiðin til að fá nýjar hugmyndir er hvíld. Og muna að þótt kulnun hljómi eins og óraunverulegur óvinur í eyrum vinnualka, þá er kulnun staðreynd sem getur bitið ótrúlegasta fólk í rassinn. Annað sem er ágætt fyrir vinnualka að hugsa um er hvað rannsóknir segja okkur um samveru með okkar nánustu. Því samkvæmt fjölmörgum rannsóknum skiptir gott samband við okkar nánustu mjög miklu máli þegar kemur að okkar eigin líkamlegu og andlegu hreysti. Í raun þýðir þetta að jólin eru frábær tími til að efla þetta samband. Ekki aðeins til að njóta heldur líka til að gefa okkur enn sterkari grunn fyrir allt næsta (vinnu-)ár. Þá er mælt með því að vinnualkar sem eru almennt duglegir að hreyfa sig, nýti jólin fyrir góða hreyfingu. Enda getur endorfín gert kraftaverk fyrir bæði líkama og sál. Hvaða fleira dettur þér í hug að hugsa um, sem gerir jólin að frábæru tækifæri en ekki kvíðvænlegum tíma frá vinnu?
Góðu ráðin Heilsa Fjölskyldumál Starfsframi Tengdar fréttir Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01 Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00 Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Vinnan og áhrifin af því að sofa of lítið Sumir trúa því að þeir þurfi minni svefn en ráðlagt er. Að það að sofa sjö til níu klukkustundir hverja nótt sé hreinlega óþarfi. Sex tímar er alveg nóg segja margir. Sumir jafnvel minna. Síðan tölum við um A og B týpur og alls konar skýringar til að rökstyðja hvers vegna við sofum minna en ráðlagt er. 16. ágúst 2021 07:01
Rifrildin heima fyrir eftir vinnu Við ræðum oft um mikilvægi þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Sem þó getur verið hægara sagt en gert. Því satt best að segja getur líðanin okkar verið mjög mismunandi þegar að við komum heim eftir vinnu. 9. júlí 2021 07:00
Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01