Veiran fjari út á næsta ári Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 21:01 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur annast raðgreiningar á ómíkron-afbrigðinu hérlendis og telur veiruna vera að sýna fyrirsjáanlega en breytta hegðun. Vísir/Vilhelm Ómíkron-afbrigðið breiðir úr sér hraðar en nokkuð annað afbrigði kórónuveirunnar hingað til. Það gæti í ljósi þess ofkeyrt heilbrigðiskerfið að sögn sóttvarnalæknis, þrátt fyrir að alvarleg veikindi virðist sjaldgæfari. Kári Stefánsson spáir því að breytt veira fjari út fyrir lok næsta árs. Frá því að ómíkron-afbrigðið kom fram undir lok nóvember hefur hægt og rólega myndast grunnþekking á eðli þess. „Allar tölur benda til þess að þetta omíkron-afbrigði sé töluvert meira smitandi og hraðinn á útbreiðslu á því sé meiri en á delta. Danir hafa til dæmis mælt að tvöföldunartíminn þar í útbreiðslu séu tveir til þrír dagar. Það er mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að hugsanlega séu veikindi vægari en telur mögulegt að fjöldi smitaðra muni vega upp á móti því og þannig samt ofkeyra heilbrigðiskerfi. Örvunarskammturinn sé okkar helsta von til þess að forða því að miklar takmarkanir séu nauðsynlegar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ómíkron-afbrigðið fela í sér fyrirsjáanlegar breytingar í hegðun veirunnar. „Ef þetta reynist rétt er veiran að þróast í þá átt sem má búast við, þá er hún að fylgja þeirri reglu að stökkbreytast þannig að hún verði smitnæmari en valdi minni skaða. Hún er að hlúa að eigin hagsmunum, og á þann hátt hagar hún sér mjög svipað íslenskum alþingismönnum, sem um leið og þeir eru komnir á þing fara að hlúa að sjálfum sér í stað þjóðarinnar. En allt um það,“ segir Kári. „Hvað gerist svo í framtíðinni? Mér finnst ekki ólíklegt að þriðji skammtur komi til með að veita okkur þá vörn sem við þurfum gegn þessu afbrigði af veirunni og mér finnst ekki ólíklegt að þetta komi til með að fjara út á næsta hálfa ári til eins árs. Mér fyndist þetta lógískt. Treystirðu þér þá til að spá því að veiran almennt verði þá fyrir bí að einhverju leyti? Að við verðum farin að sakna þessarar veiru næsta haust? Ég er ekki viss um það en mér finnst það líklegt,“ segir Kári Stefánsson. Breiðir hraðar úr sér en nokkru sinni fyrr Á milli 40-50 hafa þegar greinst með afbrigðið hér innanlands og gera má ráð fyrir að það verði ráðandi afbrigði hér í upphafi næsta árs. Úti í heimi tala vísindamenn um sögulega útbreiðslu afbrigðisins. „Ómíkron breiðir úr sér hraðar en við höfum nokkru sinni séð nýtt afbrigði gera. Við höfum áhyggjur af því að fólk afgreiði þetta bara sem eitthvað skaðlaust. Það er þannig að jafnvel þótt ómíkron valdi minni alvarlegum veikindum, gæti gífurlegur fjöldi smitaðra einn orðið til þess að ríða vanbúnum heilbrigðiskerfum að fullu,“ segir forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03 130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Frá því að ómíkron-afbrigðið kom fram undir lok nóvember hefur hægt og rólega myndast grunnþekking á eðli þess. „Allar tölur benda til þess að þetta omíkron-afbrigði sé töluvert meira smitandi og hraðinn á útbreiðslu á því sé meiri en á delta. Danir hafa til dæmis mælt að tvöföldunartíminn þar í útbreiðslu séu tveir til þrír dagar. Það er mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að hugsanlega séu veikindi vægari en telur mögulegt að fjöldi smitaðra muni vega upp á móti því og þannig samt ofkeyra heilbrigðiskerfi. Örvunarskammturinn sé okkar helsta von til þess að forða því að miklar takmarkanir séu nauðsynlegar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ómíkron-afbrigðið fela í sér fyrirsjáanlegar breytingar í hegðun veirunnar. „Ef þetta reynist rétt er veiran að þróast í þá átt sem má búast við, þá er hún að fylgja þeirri reglu að stökkbreytast þannig að hún verði smitnæmari en valdi minni skaða. Hún er að hlúa að eigin hagsmunum, og á þann hátt hagar hún sér mjög svipað íslenskum alþingismönnum, sem um leið og þeir eru komnir á þing fara að hlúa að sjálfum sér í stað þjóðarinnar. En allt um það,“ segir Kári. „Hvað gerist svo í framtíðinni? Mér finnst ekki ólíklegt að þriðji skammtur komi til með að veita okkur þá vörn sem við þurfum gegn þessu afbrigði af veirunni og mér finnst ekki ólíklegt að þetta komi til með að fjara út á næsta hálfa ári til eins árs. Mér fyndist þetta lógískt. Treystirðu þér þá til að spá því að veiran almennt verði þá fyrir bí að einhverju leyti? Að við verðum farin að sakna þessarar veiru næsta haust? Ég er ekki viss um það en mér finnst það líklegt,“ segir Kári Stefánsson. Breiðir hraðar úr sér en nokkru sinni fyrr Á milli 40-50 hafa þegar greinst með afbrigðið hér innanlands og gera má ráð fyrir að það verði ráðandi afbrigði hér í upphafi næsta árs. Úti í heimi tala vísindamenn um sögulega útbreiðslu afbrigðisins. „Ómíkron breiðir úr sér hraðar en við höfum nokkru sinni séð nýtt afbrigði gera. Við höfum áhyggjur af því að fólk afgreiði þetta bara sem eitthvað skaðlaust. Það er þannig að jafnvel þótt ómíkron valdi minni alvarlegum veikindum, gæti gífurlegur fjöldi smitaðra einn orðið til þess að ríða vanbúnum heilbrigðiskerfum að fullu,“ segir forseti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03 130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. 15. desember 2021 17:14
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. 15. desember 2021 12:03
130 greindust innanlands 130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent. 15. desember 2021 11:01