Meirihluti á þingi fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 14:49 Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Inger Støjberg í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi á mánudaginn. EPA Meirihluti er á danska þinginu fyrir því að svipta Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, þingsætinu í kjölfar dóms ríkisréttar landsins sem dæmdi fyrr í vikunni ráðherrann fyrrverandi í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Þetta var ljóst eftir að þingmenn Enhedslisten lýstu því yfir að þeir telji Støjberg óverðuga að sitja á þingi að því er segir í frétt DR. Áður höfðu þingmenn Venstre, De Radikale, Enhedslisten, SF, Alternativet, Frie Grønne, Liberal Alliance og þrír óháðir þingmenn, þeirra á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, lýst því yfir að þeir styddu að Støjberg missi þingsætið. Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsmanna eiga enn eftir að tilkynna um afstöðu sína í málinu, en nú þegar má ljóst vera að meirihluti sé fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu. Þingmenn munu formlega greiða atkvæði um málið á þriðjudaginn næsta. Lét stía í sundur ungum hælisleitendum Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Støjberg á mánudag í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi en hún var fundin sek af ákæru um að hafa í ráðherratíð sinni látið stía í sundur ungum hælisleitendum. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar. Fjórir þingmenn verið sviptir þingsætinu frá 1953 Frá árinu 1953 hafa fjórir þingmenn verið sviptir þingmennsku með þessum hætti. Í hópi þeirra var Mogens Glistrup sem missti þingsætið árið 1984 eftir að hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik. Þá missti þingmaðurinn Hugo Holm þingsætið árið 1990 eftir að hafa flotið sex mánaða dóm fyrir líkamsárás, ölvunarakstur og tilraun til fjársvika. Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Þetta var ljóst eftir að þingmenn Enhedslisten lýstu því yfir að þeir telji Støjberg óverðuga að sitja á þingi að því er segir í frétt DR. Áður höfðu þingmenn Venstre, De Radikale, Enhedslisten, SF, Alternativet, Frie Grønne, Liberal Alliance og þrír óháðir þingmenn, þeirra á meðal Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, lýst því yfir að þeir styddu að Støjberg missi þingsætið. Þingmenn Jafnaðarmannaflokksins og Íhaldsmanna eiga enn eftir að tilkynna um afstöðu sína í málinu, en nú þegar má ljóst vera að meirihluti sé fyrir því að svipta Støjberg þingsætinu. Þingmenn munu formlega greiða atkvæði um málið á þriðjudaginn næsta. Lét stía í sundur ungum hælisleitendum Ríkisréttur Danmerkur dæmdi Støjberg á mánudag í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi en hún var fundin sek af ákæru um að hafa í ráðherratíð sinni látið stía í sundur ungum hælisleitendum. Støjberg var innflytjendamálaráðherra Danmerkur á árunum 2015 til 2019. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016 og voru sum þeirra voru með börn. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar. Fjórir þingmenn verið sviptir þingsætinu frá 1953 Frá árinu 1953 hafa fjórir þingmenn verið sviptir þingmennsku með þessum hætti. Í hópi þeirra var Mogens Glistrup sem missti þingsætið árið 1984 eftir að hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik. Þá missti þingmaðurinn Hugo Holm þingsætið árið 1990 eftir að hafa flotið sex mánaða dóm fyrir líkamsárás, ölvunarakstur og tilraun til fjársvika.
Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. 2. september 2021 08:51