Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni.
Þar segir að hin 49 ára Mary sé nú í einangrun í Amalienborg í Kaupmannahöfn og að enginn annar í fjölskyldunni hafi greinst með kórónuveiruna.
Þá segir að gripið hafi verið til viðeigandi sóttvarnaráðstafana í híbýlum konungsfjölskyldunnar.
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mikil í Danmörku síðustu daga og hefur metfjöldi ítrekað greinst síðustu sólarhringa.