Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 12:03 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir hið raunverulega neyðarástand í samfélaginu vera inni á Landspítala. vísir/vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. „Ég held að það verði annaðhvort að ganga í það verk að aflétta öllum takmörkunum eða þá að bæta þeim rekstraraðilum það, sem eru að verða fyrir skaða af þessum völdum þessa mánuðina. Þegar hið eiginlega neyðarástand í samfélaginu er staðan á Landspítala er ekki sanngjarnt að rekstraraðilar veitingahúsa beri skaðann af því,“ sagði Bergþór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bergþór segir að með þessum yfirlýsingum sé Miðflokkurinn ekki nauðsynlega að taka sér stöðu þeirra sem mótmæli sóttvarnaraðgerðum, nú þegar Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sjálfstæðismenn eru horfin af þingi. „Við erum í sjálfu sér ekki að mótmæla sóttvarnaraðgerðum að öðru leyti en því að þær verða að vera til samræmis við það ástand sem er uppi í samfélaginu. Okkur þykir það ekki vera uppi núna eins og var kannski fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar óvissan var meiri og þjóðin óbólusett,“ segir Bergþór. Á Alþingi í gær vakti Bergþór máls á stöðunni í veitingageiranum. „Þegar stjórnvöld ganga fram með þeim íþyngjandi aðgerðum sem reglulega hafa verið keyrðar yfir þennan markað síðustu tvö árin þá kemur til af því verulegur kostnaður og starfsskilyrði og öryggi starfsmanna þessara fyrirtækja eru í algjöru uppnámi. Ég held að skynsamlegast væri að við fikrum okkur í þá átt að hætta þessum aðgerðum sem við höfum verið undirorpin nú í hartnær tvö ár. Í öllu falli, á meðan stjórnvöld eru ekki tilbúin til að hætta þessum aðgerðum, verður að koma til móts við þá aðila sem standa í þessum rekstri,“ sagði Bergþór. Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
„Ég held að það verði annaðhvort að ganga í það verk að aflétta öllum takmörkunum eða þá að bæta þeim rekstraraðilum það, sem eru að verða fyrir skaða af þessum völdum þessa mánuðina. Þegar hið eiginlega neyðarástand í samfélaginu er staðan á Landspítala er ekki sanngjarnt að rekstraraðilar veitingahúsa beri skaðann af því,“ sagði Bergþór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bergþór segir að með þessum yfirlýsingum sé Miðflokkurinn ekki nauðsynlega að taka sér stöðu þeirra sem mótmæli sóttvarnaraðgerðum, nú þegar Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sjálfstæðismenn eru horfin af þingi. „Við erum í sjálfu sér ekki að mótmæla sóttvarnaraðgerðum að öðru leyti en því að þær verða að vera til samræmis við það ástand sem er uppi í samfélaginu. Okkur þykir það ekki vera uppi núna eins og var kannski fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar óvissan var meiri og þjóðin óbólusett,“ segir Bergþór. Á Alþingi í gær vakti Bergþór máls á stöðunni í veitingageiranum. „Þegar stjórnvöld ganga fram með þeim íþyngjandi aðgerðum sem reglulega hafa verið keyrðar yfir þennan markað síðustu tvö árin þá kemur til af því verulegur kostnaður og starfsskilyrði og öryggi starfsmanna þessara fyrirtækja eru í algjöru uppnámi. Ég held að skynsamlegast væri að við fikrum okkur í þá átt að hætta þessum aðgerðum sem við höfum verið undirorpin nú í hartnær tvö ár. Í öllu falli, á meðan stjórnvöld eru ekki tilbúin til að hætta þessum aðgerðum, verður að koma til móts við þá aðila sem standa í þessum rekstri,“ sagði Bergþór.
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira