Segir Menntamálastofnun hafa notað Óróa í óleyfi í fleiri ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2021 20:39 Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa notað efni úr kvikmyndinni Óróa í fleiri ár án leyfis. Vísir/Vilhelm Leikstjórinn Baldvin Z segir Menntamálastofnun hafa stolið efni frá sér og nýtt það sem námsefni í grunnskólum án þess að hafa fengið leyfi til. Efnið hafi verið notað um árabil og hvorki Baldvin né aðrir sem áttu efnið hafi fengið krónu fyrir. Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“ Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Þetta sagði Baldvin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og telur hann að efni úr kvikmynd hans Óróa hafi verið notað í grunnskólum landsins frá árinu 2011 til 2017 eða 2018. Hann hafi ítrekað fengið skilaboð frá foreldrum um að börn þeirra hafi horft á myndina í skólanum. „Og ég var ekkert að pæla mikið í því, ég hélt bara að einhver kennari hefði stolist í það að sýna myndina í tíma sem er líka ólöglegt. Svo fór þetta alltaf að verða meira og meira og að endaði með því að ég fór að kanna þetta og reyna að komast að því hvað væri í gangi,“ sagði Baldvin. „Þá fann ég bara að frá Menntamálastofnun Íslands var útgefið kennsluefni þar sem Órói var bara hreinlega í bókunum, það voru tilmæli til kennara að nota þessa mynd, það voru leiðbeiningar og spurningar og það var hlekkur inn á handritið og myndin var sýnd út um allt,“ segir Baldvin. Hef oft velt því fyrir mér hvort ég ætti að fara í mál við menntamálastofnun íslands fyrir að nota Óróa ólöglega í mörg ár við kennslu í lífsleikni. Efni var sett í námsbækur, linkur á handritið og myndin sýnd í skólum landsins án þess að ræða við mig. https://t.co/nheLNOB6u5— Baldvin Z (@baddiz) December 10, 2021 Menntamálastofnun hafi ekki gert það að skyldu að allir grunnskólar sýndu myndina en margir hafi gert það. „Menntamálastofnun fékk aldrei neitt leyfi frá okkur að nota þetta í sínum námsgögnum og auðvitað hefðum við leyft það fyrir einhverjar krónur og aura sem hefði aldrei verið neitt svakalegt fyrir þessa notkun,“ segir Baldvin. Hann hafi síðan nálgast stofnunina til að krefjast greiðslu fyrir notkun efnisins og þá fengið þau svör að ef hann vildi það þyrfti hann að fara í mál við hvern einasta skóla sem hefði sýnt myndina án leyfis og sanna hverja einustu spilun. „Það var málað eitthvað risastórt fjall fyrir framan okkur sem við hefðum aldrei haft orkuna í að gera. En þeir tóku út efnið, úr bókunum og úr námsefninu og ég veit ekkert hvort að það sé þannig í dag, hvort þau séu byrjuð að nota þetta aftur. Ég hef ekki hugmynd um það en ég er búinn að fá mjög mikið af staðfestingum á því að efnið hafi verið mikið notað í skólum. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu, hringdi í nokkra skóla og þetta hefur verið notað út um allt.“ Baldvin segist hafa farið að velta þessu aftur fyrir sér núna eftir að dómur féll í máli Huldu Rósar Guðnadóttur, kvikmyndagerðarkonu, gegn Reykjavíkurborg í síðustu viku. Sjóminjasafn Reykjavíkur hafði á tveggja ára tímabili notað efni úr heimildarmyndinni hennar Keep Frozen í sýningu á safninu án leyfis frá Huldu. Hulda lagði borgina í málinu en fékk 350 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Baldvin segir dóminn í raun hafa haft letjandi áhrif á sig. Hann ætli ekki að fara í mál vegna notkunar Óróa í grunnskólum. „Í raun og veru hefur hún bara dregið úr mér. Eftir að ég sá hvað hún fékk út úr þessu þakka ég fyrir að hafa ekki farið í þetta. Ég hefði örugglega endað í margra milljóna króna kostnað og fengið skíta 200 þúsund kall fyrir vikið. En auðvitað ætti maður að gera þetta. Það er svo skrítið að leyfa svona stofnunum að komast upp með þetta,“ segir Baldvin. Hann standi þó með ákvörðun Huldu um að hafa ráðist í málið. „Þetta er prinsippmál, auðvitað er það það.“ Hann segir að í samskiptum sínum við Menntmálastofnun hafi svör þeirra einkennst af dónaskap annað en samskipti hans við grunnskólana sjálfa. „Ekki frá kennurum eða skólastjórum í grunnskólum. Því þau héldu öll í góðri trú að þetta væri allt samkvæmt kúnstarinnar reglum. En Menntamálastofnun var mjög beinskeitt, dónaleg og leiðinleg í viðbrögðum.“
Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira