Staða kvenna í orkumálum styrkist og þær með ákvörðunarvald í 36 prósent tilfella Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. desember 2021 13:01 Ný skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum var kynnt í dag. Mynd/Konur í orkumálum Staða kvenna í orkumgeiranum á Íslandi hefur styrkst töluvert á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Ákvörðunarvald liggur nú hjá konum í 36 prósent tilfella. Formaður félags Kvenna í orkumálum segist ánægð með niðurstöðurnar en þó séu enn tækifæri til að sækja fram. Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér. Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.
Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira