380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 07:43 Fimleikakonurnar McKayla Maroney, Aly Raisman og Simone Biles voru í hópi þeirra sem vitnuðu um brot Larrys Nassar. EPA Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. Deilur hafa staðið, meðal annars fyrir dómstólum, í fimm ár, en málið skók íþróttaheiminn þegar það komst upp árið 2016. Nassar var dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi árið 2018 fyrir að hafa misnotað fimleikakonur kynferðislega. Ólympíuverðlaunahafar voru í hópi þeirra sem vitnuðu gegn Nassar, um hvernig hann hafi brotið gegn þeim. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar, en samkomulagið felur einnig í sér að sæti í stjórn Bandaríska fimleikasambandsins og Bandarísku Ólympíunefndarinnar verði úthlutað til kvenna sem brotið var á. BBC segir frá því að Rachael Denhollander, sem var fyrst til að greina opinberlega frá brotum Nassars, fagni því að samkomulag sé í höfn. „Þessum kafla er loks lokið.“ Segir hún ennfremur að nú geti tími umbóta og endurreisnar hafist. 330 konur Í hópi þeirra fimleikakvenna sem fá bætur vegna brota Nassars eru gullverðlaunahafar á Ólympíuleikum líkt og Simone Biles, Aly Raisman og McKayla Maroney. Nassar var sakaður um að hafa brotið gegn rúmlega 330 konum og stúlkum í bandaríska fimleikalandsliðinu og í Michigan-háskólanum. Áður hafði Michigan-háskólinn komist að samkomulagi við þær konur sem Nassar braut á innan skólans. Var árið 2018 samið um 500 milljóna dala bætur frá skólanum til kvenna sem Nassar braut þar á. Bandaríkin Mál Larry Nassar Fimleikar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Deilur hafa staðið, meðal annars fyrir dómstólum, í fimm ár, en málið skók íþróttaheiminn þegar það komst upp árið 2016. Nassar var dæmdur í þrjú hundruð ára fangelsi árið 2018 fyrir að hafa misnotað fimleikakonur kynferðislega. Ólympíuverðlaunahafar voru í hópi þeirra sem vitnuðu gegn Nassar, um hvernig hann hafi brotið gegn þeim. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar, en samkomulagið felur einnig í sér að sæti í stjórn Bandaríska fimleikasambandsins og Bandarísku Ólympíunefndarinnar verði úthlutað til kvenna sem brotið var á. BBC segir frá því að Rachael Denhollander, sem var fyrst til að greina opinberlega frá brotum Nassars, fagni því að samkomulag sé í höfn. „Þessum kafla er loks lokið.“ Segir hún ennfremur að nú geti tími umbóta og endurreisnar hafist. 330 konur Í hópi þeirra fimleikakvenna sem fá bætur vegna brota Nassars eru gullverðlaunahafar á Ólympíuleikum líkt og Simone Biles, Aly Raisman og McKayla Maroney. Nassar var sakaður um að hafa brotið gegn rúmlega 330 konum og stúlkum í bandaríska fimleikalandsliðinu og í Michigan-háskólanum. Áður hafði Michigan-háskólinn komist að samkomulagi við þær konur sem Nassar braut á innan skólans. Var árið 2018 samið um 500 milljóna dala bætur frá skólanum til kvenna sem Nassar braut þar á.
Bandaríkin Mál Larry Nassar Fimleikar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53