Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Tinni Sveinsson skrifar 13. desember 2021 17:07 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Leiðbeiningar seinna í dag Viðskiptavinir fyrirtækja og stofnana eru varaðir við því að á næstu dögum geti ýmis kerfi verið fyrirvaralaust tekin úr umferð tímabundið meðan unnið er að nauðsynlegum uppfærslum. Netöryggissveitin vinnur að leiðbeiningum til rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við þessum veikleika sem væntanlega verða tilbúnar síðar í dag, mánudag. „Allt frá því að Log4j veikleikans varð vart sl. fimmtudag hafa rekstraraðilar, netöryggissveitin CERT-IS, Fjarskiptastofa og aðrir viðbragsaðilar unnið sleitulaust að því að lágmarka þann skaða sem veikleikinn gæti valdið,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vandamál um allan heim „Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum. Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar. Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og að setja sig í samband við framleiðendur kerfa/hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þarf að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá sem grunar að ráðist hafi verið á kerfi í þeirra umsjón eru beðnir um að senda tilkynningu á netöryggissveitina á síðunni oryggisbrestur.island.is. Hægt er að kynna sér veikleikann nánar á heimasíðu Syndis. Tölvuárásir Netöryggi Almannavarnir Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Leiðbeiningar seinna í dag Viðskiptavinir fyrirtækja og stofnana eru varaðir við því að á næstu dögum geti ýmis kerfi verið fyrirvaralaust tekin úr umferð tímabundið meðan unnið er að nauðsynlegum uppfærslum. Netöryggissveitin vinnur að leiðbeiningum til rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við þessum veikleika sem væntanlega verða tilbúnar síðar í dag, mánudag. „Allt frá því að Log4j veikleikans varð vart sl. fimmtudag hafa rekstraraðilar, netöryggissveitin CERT-IS, Fjarskiptastofa og aðrir viðbragsaðilar unnið sleitulaust að því að lágmarka þann skaða sem veikleikinn gæti valdið,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vandamál um allan heim „Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum. Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar. Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og að setja sig í samband við framleiðendur kerfa/hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þarf að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá sem grunar að ráðist hafi verið á kerfi í þeirra umsjón eru beðnir um að senda tilkynningu á netöryggissveitina á síðunni oryggisbrestur.island.is. Hægt er að kynna sér veikleikann nánar á heimasíðu Syndis.
Tölvuárásir Netöryggi Almannavarnir Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira