Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 14. desember 2021 08:01 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun