Lögregla skoðar valkröfur frá meintu góðgerðafélagi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. desember 2021 14:03 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka um helgina. Félagasamtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa sendu valkröfur í heimabanka hjá fjölda manns um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðvituð um málið og segir það til skoðunar hjá sér. Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira