Leikmaðurinn þarf því að dvelja í einangrun á Spáni nætu sex vikurnar áður en hún fær að halda heim á leið. Aðrir leikmenn liðsins, sem og starfsliðið, þurfa að dvelja í tveggja vikna sóttkví áður en þeir mega snúa aftur heim, að því gefnu að þeir greinist ekki með kórónuveiruna.
Kínverska liðið komst ekki áfram í milliriðla, en átti þó eftir að leika tvo leiki um laust sæti á HM. Leikjunum tveim, annars vegar gegn Túnis síðasta föstudag og hins vegar gegn Slóvakíu í dag, var því aflýst og Túnis og Slóvakíu dæmdur 10-0 sigur.
