Körfubolti

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni

Árni Jóhannsson skrifar
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist vilja fá lið úr 1. deildinni í unandúrslitum ef það verður í boði.
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist vilja fá lið úr 1. deildinni í unandúrslitum ef það verður í boði. Vísir/Bára

Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.

„Við gerðum í raun og veru ekki neitt í hálfleik en við bara náðum tíu stiga forskoti og náðum að klára leikinn. Við vildum helst að menn spiluðu góða pick&roll vörn og góðan varnarleik bara. Ivan er góðu leikmaður og við vildum gera þetta erfitt fyrir“

Stjörnumenn eru ekki í nægilega góðum málum í deildinni en þeir sitja í níunda sæti eins og er og var Arnar spurður að því hvort að bikarkeppnin væri þá mikilvægari þegar illa gengi í deildinni.

„Það eru tveir stórir bikarar í boði í körfubolta og ég held að öllum liðum sem eru að keppa langi að vinna þá báða. Við erum í brekku í deildinni og það hefur gengið illa en vonandi getum við nýtt meðbyrinn og frammistöðuna í dag í þá brekku. Við erum að fara í mjög mikilvæga leiki í deildinni. Við erum að fara vestur og spilum síðan við Breiðablik milli jóla og nýárs. Þetta eru liðin sem eru hliðin á okkur í töflunni og við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni og að við þurfum að berjast um það að sogast ekki niður í fallbaráttuna. Það er staðan í dag. Þessir tveir leikir eru gríðarlega mikilvægir í því.“

Að lokum var spurt hvort það væri einhver draumamótherji í undanúrslitum en eftir smá umhugsun og pælingu um hvað væru mörg lið eftir í keppninni þá sagði Arnar: „Ef það er eitthvað fyrstu deildar lið eftir þá viljum við það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×