Formúla 1

Kvörtunum Mercedes vísað frá

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kvörtunum Mercedes-liðsins hefur verið vísað frá og þar með eru úrslit dagsins staðfest, Max Verstappen er heimsmeistari í Formúlu 1 í fyrsta skiptið á ferlinum.
Kvörtunum Mercedes-liðsins hefur verið vísað frá og þar með eru úrslit dagsins staðfest, Max Verstappen er heimsmeistari í Formúlu 1 í fyrsta skiptið á ferlinum. Clive Rose/Getty Images

Opinberum kvörtunum Mercedes til alþjóðakappaksturssambandssin FIA, sem snúa að úrslitum lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1 þar sem Max Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Lewis Hamilton, hefur verið vísað frá.

Þetta þýðir að úrslit kvöldsins standa, og Max Verstappen er heimsmeistari í Formúlu 1 í fyrsta sinn á ferlinum.

Ekki er enn vitað hver næstu skref Mercedes í málinu eru, en liðið segist ætla að láta fjölmiðla vita þegar þeir hafa eitthvað að segja um málið. Samkvæmt lögum og reglum Formúlu 1 hafa keppendur rétt á því að áfrýja málum.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld gæti Mercedes-liðið farið með málið í Gerðardóm íþróttamála, CAS.


Tengdar fréttir

Mercedes leggur fram kvartanir vaðrandi úrslitin

Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur lagt fram tvær opinberar kvartanir varðandi lokakeppni Formúlu 1 sem fram fór í dag eftir að Max Verstappen tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil á kostnað Lewis Hamilton í hádramatískum kappakstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×