Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 14:00 Stefán Árni Stefánsson segir blóðmerahald verstu versta dýraverndarbrot sögunnar. Stöð 2 Vísir Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. „Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan: Blóðmerahald Dýr Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Ég er búinn að rannsaka þau frá upphafi og þetta er örugglega versta dýraverndarmál Íslandssögunnar. Ég þekki öll dómsmál í kringum þetta í Hæstarétti og í undirrétti og það er enginn vafi á því að þetta er langalvarlegasta brot á lögum um velferð dýra í dag og áður dýraverndarlögum eins og þau hétu þá,“ sagði Árni Stefán á Sprengisandi í morgun. Hann vonast til þess að ríkissaksóknari gefi út ákæru í málinu og fari fram á refsingu. Kæruheimild í dýraverndunarmálum hafi verið tekin af almenningi með lögum frá 2014. Þá vonast hann eftir banni blóðmerahalds. „Ég bind vonir við að bæði Alþingi og Evrópusambandið banni þetta ef Alþingi gerir það ekki, sem ég býst við að það geri að lokum um leið og almenningur fær meiri upplýsingar, bara samanborið við skoðanakönnun í Fréttablaðinu í gær var stór meirihluti þjóðarinnar á móti þessu 66 prósent. Þannig að Alþingi þarf að hlusta á lýðræðið,“ segir Árni Stefán. MAST fylli hann reiði Þá hefur hann ekki trú á að Matvælastofnun geti leitt blóðmerahaldsmálið farsællega til lykta. „Ég er mjög ósáttur við öll störf matvælastofnunar á sviði dýraverndar. Ráðherrann þarf að taka þetta mál til skoðunar og taka þetta verkefni úr höndum matvælastofnunar og bara til einkarekins aðila sem hefur engin hagsmunatengsl inn í búfjárhald á Íslandi. Það er bara mín skoðun og ég fyllist reiði þegar ég hugsa til Matvælastofnunar, ég verð að viðurkenna það,“ segir hann. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Árna Stefán Árnason á Sprengisandi í morgun má sjá í heild sinni í spilarnanum hér að neðan:
Blóðmerahald Dýr Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira