„Óhugsandi harmleikur“ Árni Sæberg skrifar 12. desember 2021 07:56 Joe Biden finnur til með íbúum Kentucky og fleiri ríkja. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst heimsækja þau svæði sem verst hafa farið út úr hvirfilbyljum sem geisuðu um mið- og suðurríki Bandaríkjanna á föstudag, þegar það verður mögulegt. Hann segir það óhugsandi harmleik að missa ástvini sína í fárviðri. Óttast er að minnst áttatíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða ríki sem hafa verið grátt leikin. „Ég legg áherslu á það sem ég sagði öllum ríkisstjórunum, alríkisstjórnin mun gera allt, allt sem hún mögulega getur til að aðstoða,“ segir hann. Þá segir hann að Þjóðvarðalið Bandaríkjanna verði sent til þeirra ríkja sem á því þurfa að halda. Hann geti þó ekki lagt sjálfur af stað alveg strax. „Þegar forseti ferðast, ferðast hans með ansi stóru starfsliði, ansi mörgum farartækjum - við gætum þvælst fyrir, því miður,“ segir hann. Hann sé því að skipuleggja heimsókn ásamt ríkisstjóra Kentucky svo hún gera eitthvert gagn. Forsetinn tjáði sig um hamfarirnar á Twitter í gær, hann segir meðal annars að missir ástvina í fárviðri sé harmleikur sem hann geti ekki ímyndað sér. This morning, I was briefed on the devastating tornadoes across the central U.S. To lose a loved one in a storm like this is an unimaginable tragedy. We re working with Governors to ensure they have what they need as the search for survivors and damage assessments continue.— President Biden (@POTUS) December 11, 2021 Bandaríkin Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Óttast er að minnst áttatíu gæti hafa farist í hvirfilbyl í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi en talið að lokatalan gæti farið yfir hundrað. Mestu hamfarirnar urðu í bænum Mayfield í vesturhluta ríkisins en talið er að tugir hafi látist þegar hvirfilbylur lagði kertaverksmiðju í bænum í rúst. Óveðrið hefur einnig skilið eftir sig gríðarlega slóð eyðileggingar í nágrannaríkjum. Manntjón er talið hafa orðið í Illinois þegar þak á vöruhúsi verslunarrisans Amazon hrundi ofan á starfsmenn. Ríkisstjóri Kentucky segir hvirfilbylinn þann versta í sögu ríkisins og að mannfall hafi aldrei verið jafn mikið. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða ríki sem hafa verið grátt leikin. „Ég legg áherslu á það sem ég sagði öllum ríkisstjórunum, alríkisstjórnin mun gera allt, allt sem hún mögulega getur til að aðstoða,“ segir hann. Þá segir hann að Þjóðvarðalið Bandaríkjanna verði sent til þeirra ríkja sem á því þurfa að halda. Hann geti þó ekki lagt sjálfur af stað alveg strax. „Þegar forseti ferðast, ferðast hans með ansi stóru starfsliði, ansi mörgum farartækjum - við gætum þvælst fyrir, því miður,“ segir hann. Hann sé því að skipuleggja heimsókn ásamt ríkisstjóra Kentucky svo hún gera eitthvert gagn. Forsetinn tjáði sig um hamfarirnar á Twitter í gær, hann segir meðal annars að missir ástvina í fárviðri sé harmleikur sem hann geti ekki ímyndað sér. This morning, I was briefed on the devastating tornadoes across the central U.S. To lose a loved one in a storm like this is an unimaginable tragedy. We re working with Governors to ensure they have what they need as the search for survivors and damage assessments continue.— President Biden (@POTUS) December 11, 2021
Bandaríkin Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira