Dagurinn hefst á tveimur leikjum í spænsku ACB-deildinni í körfubolta þar sem Íslendingarnir í deildinni eru í eldlínunni. Klukkan 11:20 mæta Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza til leiks þar sem þeir taka á móti Fuenlabrada á Stöð 2 Sport 2, og á sömu rás klukkan 15:50 er komið að Martin Hermannssyni og félögum hans í Valencia þegar þeir taka á móti Obradoiro.
QBE Shark Shootout heldur áfram á Stöð 2 Golf klukkan 17:00, en það er hluti af PGA-mótaröðinni.
New York Knicks og Milwaukee Bucks eigast við í NBA-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17:00, og klukkutíma síðar hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í amersíkum fótbolta á Stöð 2 Sport 2.
Klukkan 20:00 hefst Seinni bylgjan þar sem farið verður yfir allt það helsta úr Olís-deild kvenna í handbolta á Stöð 2 Sport og klukkan 20:25 hefst jólaþáttur Seinni bylgjunnar.
Rafíþróttirnar eiga sinn sess á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en klukkan 21:00 er Sandkassinn á dagskrá á Stöð 2 eSport.
NFL-deildin í amerískum fótbolta leiðir okkur svo inn í nóttina, en klukkan 21:00 hefst bein útsending frá viðureign Tampa Bay Buccaneers og Buffalo Bills á Stöð 2 Sport 2.