Taldi að sitt fyrrum lið gæti komist í úrslitakeppnina en svo dró það sig úr keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 08:01 Sigrún Sjöfn í leik með Skallagrím á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Sigrún Sjöfn Ámundadóttir varð bikarmeistari með Skallagrími í febrúar árið 2020. Þegar hún gekk í raðir Fjölnis í haust taldi hún engar líkur að félagið myndi draga sig úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta skömmu síðar. Skallagrímur dró sig úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta á dögunum. Liðinu hefur gengið afleitlega það sem af er tímabili og mikið gengið á innan vallar sem utan. Þó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir spili í dag með Fjölni þá er hún alin upp í Borgarnesi og hefur verið – ásamt systrum sínum – andlit kvennaliðs félagsins um dágóða stund. Hún sá ekki þessi örlög fyrir sér er hún skipti yfir í Fjölni fyrir yfirstandandi tímabil. „Þegar ég skipti yfir í Fjölni nú í haust hélt ég að þær myndu halda áfram og vera með ágætlega öflugt lið ásamt því að stefna á að halda sæti sínu og mögulega gera tilkall til þess að komast í úrslitakeppnina. Það var því mjög leiðinlegt að sjá þetta í gær,“ sagði Sigrún Sjöfn í viðtali fyrir helgi. „Það var ákveðið að rífa þetta fyrir fimm, sex, sjö árum. Mamma og pabbi, systur mínar og Skallagrímur vildu gera öflugt kvennalið. Sem hefur vantað. Það var heldur betur náð að gera það á stuttum tíma. Ríkjandi bikarmeistarar þangað til í haust, stefnan var alltaf að koma með titil heim og það tókst.“ „Ég vona að það verði notaður þessi tími til að byggja upp og ná aftur í öflugt lið, bæði karla – og kvenna megin.“ „Það er náttúrulega leiðinlegt. Maður er búinn að skoða dagatalið og setja niður leiki sem og æfingar í kringum það. Mér finnst alltaf gaman að vera í Borgarnesi og ég á eftir að sakna þeirra,“ sagði Sigrún Sjöfn að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Sigrún Sjöfn um Skallagrím Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Skallagrímur Sportpakkinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. 8. desember 2021 08:01 Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. 9. desember 2021 20:20 Þjálfarinn farinn frá Skallagrími eftir 55 stiga tap fyrir Njarðvík Goran Miljevic er hættur sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Njarðvík, 31-86, á heimavelli í Subway-deildinni í gær. 28. október 2021 06:58 „Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. 5. október 2021 11:31 Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir á bláþræði: Hætta á að draga þurfi liðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Skallagríms berst nú fyrir tilverurétti sínum. Boðað hefur verið til neyðarfundar til að ræða stöðuna sem upp er komin. Svo gæti farið að draga þurfi lið Skallagríms úr leik á Íslandsmótinu. 5. október 2021 10:48 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Skallagrímur dró sig úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta á dögunum. Liðinu hefur gengið afleitlega það sem af er tímabili og mikið gengið á innan vallar sem utan. Þó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir spili í dag með Fjölni þá er hún alin upp í Borgarnesi og hefur verið – ásamt systrum sínum – andlit kvennaliðs félagsins um dágóða stund. Hún sá ekki þessi örlög fyrir sér er hún skipti yfir í Fjölni fyrir yfirstandandi tímabil. „Þegar ég skipti yfir í Fjölni nú í haust hélt ég að þær myndu halda áfram og vera með ágætlega öflugt lið ásamt því að stefna á að halda sæti sínu og mögulega gera tilkall til þess að komast í úrslitakeppnina. Það var því mjög leiðinlegt að sjá þetta í gær,“ sagði Sigrún Sjöfn í viðtali fyrir helgi. „Það var ákveðið að rífa þetta fyrir fimm, sex, sjö árum. Mamma og pabbi, systur mínar og Skallagrímur vildu gera öflugt kvennalið. Sem hefur vantað. Það var heldur betur náð að gera það á stuttum tíma. Ríkjandi bikarmeistarar þangað til í haust, stefnan var alltaf að koma með titil heim og það tókst.“ „Ég vona að það verði notaður þessi tími til að byggja upp og ná aftur í öflugt lið, bæði karla – og kvenna megin.“ „Það er náttúrulega leiðinlegt. Maður er búinn að skoða dagatalið og setja niður leiki sem og æfingar í kringum það. Mér finnst alltaf gaman að vera í Borgarnesi og ég á eftir að sakna þeirra,“ sagði Sigrún Sjöfn að endingu. Klippa: Sportpakkinn: Sigrún Sjöfn um Skallagrím Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Skallagrímur Sportpakkinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. 8. desember 2021 08:01 Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. 9. desember 2021 20:20 Þjálfarinn farinn frá Skallagrími eftir 55 stiga tap fyrir Njarðvík Goran Miljevic er hættur sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Njarðvík, 31-86, á heimavelli í Subway-deildinni í gær. 28. október 2021 06:58 „Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. 5. október 2021 11:31 Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir á bláþræði: Hætta á að draga þurfi liðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Skallagríms berst nú fyrir tilverurétti sínum. Boðað hefur verið til neyðarfundar til að ræða stöðuna sem upp er komin. Svo gæti farið að draga þurfi lið Skallagríms úr leik á Íslandsmótinu. 5. október 2021 10:48 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. 8. desember 2021 08:01
Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. 9. desember 2021 20:20
Þjálfarinn farinn frá Skallagrími eftir 55 stiga tap fyrir Njarðvík Goran Miljevic er hættur sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði fyrir Njarðvík, 31-86, á heimavelli í Subway-deildinni í gær. 28. október 2021 06:58
„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. 5. október 2021 11:31
Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir á bláþræði: Hætta á að draga þurfi liðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Skallagríms berst nú fyrir tilverurétti sínum. Boðað hefur verið til neyðarfundar til að ræða stöðuna sem upp er komin. Svo gæti farið að draga þurfi lið Skallagríms úr leik á Íslandsmótinu. 5. október 2021 10:48