Það eina stöðuga við tímabilið hjá Lakers er óstöðugleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 15:31 Spilamennska Russells Westbrook hefur líkt og hjá Lakers-liðinu í heild verið upp og niður það sem af er leiktíð. Justin Ford/Getty Images Tímabilið hjá Los Angeles Lakers hefur verið vægast sagt upp og niður. Þegar liðið virðist loks hafa hrist af sér slenið tapar það gegn slökum mótherjum og þegar það virðist vera að sökkva í hyldýpi vinnur það góða sigra. Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira