„Kannski stærra en maður áttaði sig á“ Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 12:44 Elvý Hreinsdóttir er afar stolt af syni sínum, Idol-stjörnunni Birki Blæ Óðinssyni. Vísir/Skjáskot Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson er á leið á tónleikaferðalag um Svíþjóð eftir að hann bar sigur úr býtum í sænska Idol-inu í gærkvöldi. Móðir hans segir óhefðbundin jól fram undan og sigurinn stimplar Akureyri inn sem enn frekari tónlistarbæ, segir bæjarstjórinn. Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu. Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Sjá meira
Birkir Blær Óðinsson er sigurvegari - eftir magnaðan flutning á þremur lögum; All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless. Nú er það tónleikaferðalag og plötusamningur. Móðir Birkis, Elvý Hreinsdóttir, er í Svíþjóð. Hún er í skýjunum með þetta allt saman nema auðvitað að fyrir liggur að hún fær son sinn ekki heim um jólin eins og hún vonaði. „Maður var náttúrulega búinn að vera þvílíkt spenntur og það varð algert spennufall hjá fjölskyldunni. Við alveg misstum okkur þarna en eins og allir hinir bara biðum spennt. En ég verð að segja, ég veit hvað hann er góður söngvari, þannig að maður hefði alveg getað átt von á þessu. En þetta er kannski stærra en maður áttaði sig á,“ segir Elvý. „Hann er svolítið auðmjúk týpa og engir stjörnustælar í honum, hann er hlédrægur einhvern veginn og yndislegur. Það er eins og það hafi náð til fólks,“ segir Elvý, sem óttast ekki að nú fari stjörnustælar að láta á sér kræla hjá Birki, hann sé bara ekki sú týpa. Akureyri var að fylgjast með - og bæjarstjórinn var ekki undanskilinn, Ásthildur Sturludóttir. Hún segir að tónlistarstarf á Akureyri sé greinilega að skila sér - í því að bærinn stimpli sig með þessu enn rækilegar inn sem tónlistarbær. Hún bíður spennt eftir tónleikum Birkis í sínum heimabæ. „Við erum bara ótrúlega stolt af honum og hann er svo flottur strákur og mikil og góð fyrirmynd fyrir annað fólk. Bara yndislegur og fallegur og góður drengur,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu.
Íslendingar erlendis Birkir Blær í sænska Idol Hæfileikaþættir Mest lesið Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Sjá meira