„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 23:52 Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, er að vonum hæstánægður með opnun fyrir jól. Stöð 2 Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“ Skíðasvæði Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“
Skíðasvæði Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira