„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Atli Arason skrifar 10. desember 2021 23:06 Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls. vísir/vilhelm Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. „Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
„Það er fúlt að tapa, það voru mikið af góðum hlutum en við gáfum þeim allt of mikið af sóknarfráköstum og töpuðum of mörgum boltum“ Keflavík gjörsigraði fyrsta leikhluta með 17 stigum en þann mun gekk Tindastóll illa að brúa. Sigurður hefur fá svör við því af hverju Stólarnir voru svona lengi í gang. „Ef ég vissi af hverju þá hefði það ekki skeð en þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og það mátti ekki miklu muna að við kæmum okkur í færi að stela leiknum. Þessi 10 sóknarfráköst sem þeir náðu í fyrsta leikhluta var bara allt of mikið, brött brekka,“ svaraði Sigurður, aðspurður af því hvers vegna Stólarnir byrjuðu leikinn svona illa. Javon Bess og Sigtryggur Arnar, helstu stigaskorarar Tindastóls, gerðu samanlagt aðeins 20 stig í fyrstu þremur leikhlutunum áður en þeim tókst að laga tölfræðina sína aðeins en saman gerðu þeir 21 stig í síðasta fjórðungnum. Sigurður telur að aðrir leikmenn hefðu átt að stíga upp til að brúa bilið. „Við teljum okkur vera lið sem á ekki að treysta á einn eða tvo leikmenn. Við hinir hefðum átt að taka upp keflið en það gerði það enginn í dag, þetta liggur ekkert á þeim tveim heldur á liðinu, við byrjuðum illa sem lið og það lagaðist ekki fyrr en seint í öðrum leikhluta þá fór aðeins að skína hjá okkur áður en við missum þá aftur fram úr okkur í þriðja leikhluta en komum til baka í fjórða. Þetta var svona jó-jó leikur.“ Sigurður háði mikla baráttu undir körfunni við David Okeke, leikmann Keflavíkur, en Okeke fór meiddur af velli og miðað við fyrstu viðbrögð þá er líklegt að Okeke hafi slitið hásin. „Já það er hræðilegt að heyra að hann hafi slitið hásin og að sjálfsögðu vonar maður að svo sé ekki. Hann er mikill íþróttamaður, hávaxinn og með langa útlimi. Eins og fólk sá í kvöld að þótt að hann var stiginn úti þá teygði hann sig yfir menn og tók bara boltann. Það verður erfitt fyrir Keflvíkinga að finna nýjan mann fyrir hann, þú finnur ekki svona leikmenn á hverju strá, af þessari hæð með þessa getu,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, að lokum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira