Tékkar byrjuðu af mklumkrafti gegn steku liði Dana og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Dönsku stelpurnar voru hins vegar fljótar að snúa leiknum sér í hag og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-9.
Dabska liðið tók svo öll völd í seinni hálfleik og vann að lokum afar sannfærandi 15 marka sigur, 29-14.
Þá höfðu Spánverjar yfirhöndina gegn Króötum allan leikinn, ef frá eru taldar fyrstu mínúturnar þar sem liðin skiptust á að skora.
Spænska liðið fór með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, en í seinni hálfleik náði liðið mest átta marka forystu. Króatar skoruðu seinustu fjögur mörk leiksins og því varð niðurstaðan fjögurra marka sigur Spánverja, 27-23.
Bæði Spánverjar og Danir eru því búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins, en bæði lið sitja á toppi síns riðils með fullt hús stiga.