Verst væri ef fólk missti trúna á endurvinnslu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 21:02 Blaðamaður Stundarinnar náði myndum af gríðarlegu magni íslensks plasts í vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð á dögunum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, stjórnandi hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu, segir málið mikil vonbrigði. Samsett/Stundin Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisráðherra segir mikilvægt að bregðast við en áhugamaður um endurvinnslu óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks. Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ --- Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Gríðarlegt magn plasts frá Íslandi hefur legið óhreyft í vöruhúsi í Svíþjóð undanfarin fimm ár. Umhverfisverndarsinni óttast áhrifin sem málið gæti haft á viðhorf fólks til endurvinnslu. Stundin greindi upprunalega frá málinu í október í fyrra en þar kom fram að endurvinnsluhlutfall plasts sem sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec tók við, meðal annars frá Íslandi, væri í raun mun minna en fyrirtækið hafði lofað. Stundin birti síðan í dag myndir og myndbönd af vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð þar sem áætlað er að allt að fimmtán hundruð tonn af íslensku plasti sé að finna. Swerec hafði sent plastið í bæinn á sínum tíma til nýstofnaðs fyrirtækis sem fór síðan í þrot árið 2018. Það fyrirtæki skildi allt plastið eftir í vöruhúsinu. Úrvinnslusjóður ber ábyrgð á að íslenskt plast sé endurunnið en stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að þau myndu fara fram á það við Swerec að plastið í vöruhúsinu yrði endurunnið og úrganginum komið í þann farveg sem um var samið á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti kerfinu sem byggt hefur verið upp hér á landi. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst,“ segir Guðlaugur. Málið mikil vonbrigði Málið hefur vakið mikla athygli, meðal annars meðal hóps áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu á Facebook en rúmlega sextán þúsund manns eru í hópnum. Daníel Brandur Sigurgeirsson, einn stjórnandi hópsins, segir fréttir af málinu mikil vonbrigði. „Við erum að treysta því að það sé verið að taka ruslið okkar og koma því á rétta staði og þarna er augljóst að það hefur ekki verið gert,“ segir Daníel en hann óttast að málið gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér. „Það sem væri verst væri náttúrulega ef fólk myndi missa trúna á því að endurvinna og færi bara að setja allt í óflokkað, þá færi allt plast í eina hrúgu ofan í jörðina,“ segir Daníel. Til að koma í veg fyrir það þurfi endurvinnsluferlið allt að vera gagnsærra. Hann nefnir til að mynda að endurvinnslufyrirtæki hér á landi gætu nýtt tækifærið til að fara nákvæmlega yfir hvernig endurvinnsluferlið virkar. „Við þurfum bara að vita nákvæmlega hvert ruslið okkar fer og í tengslum við það þá væri rosa gott að vita líka hvaða áhrif hefur það ef við flokkum vitlaust,“ segir Daníel. „Ég held að það séu allir sammála um það að við viljum gera hlutina vel.“ ---
Umhverfismál Tengdar fréttir Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Segir afsögn ótengda umdeildri starfsemi Úrvinnslusjóðs Fráfarandi stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir afsögn sína ekki tengjast starfsemi sjóðsins. Ríkisendurskoðun vinnur nú að skýrslu um úttekt sína á starfseminni en sjóðurinn hefur sætt gagnrýni fyrir að ofmeta stórlega hversu hátt hlutfalls íslensks plasts er endurunnið. 23. nóvember 2021 14:02