Siglingum fundinn staður utan nýrrar Fossvogsbrúar Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2021 09:26 Viðræður hafa staðið yfir milli Siglingafélags Reykjavíkur Brokeyjar og Reykjavíkurborgar síðustu misserin um nýja staðsetningu fyrir starfsemi félagsins í stað Nauthólsvíkur. Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“ Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Sjá meira
Ekki hefur fengist niðurstaða í þær viðræður en einn af þeim stöðum sem hefur verið nefndur til sögunnar er við Nýja Skerjafjörðinn – hverfi sem til stendur að byggja upp á næstu árum. Eftir að hönnun nýrrar Fossvogsbrúar var kynnt fyrr í vikunni hafa einhverjar umræður verið, meðal annars á Facebook-síðu Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, um hvaða áhrif ný brú kynni að hafa á siglingar í Fossvoginum. Áhyggjur af neyðarlokum Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að unnið hafi verið að því að leita að annarri staðsetningu fyrir siglingar í Reykjavík. „Ein af þeim staðsetningum sem hefur komið til greina er í Skerjafirðinum. Einhverjar áhyggjur hafa þó verið þar af svokölluðum neyðarlokum dælustöðvar. Þetta er eitt af þeim málum sem er í ferli til að leysa, en hefur ekki ennþá verið leyst.“ Verðum að halda þessari starfsemi Pawel segir að ný Fossvogsbrú myndi ekki trufla starfsemi minni báta, svo sem þeirra sem eru á vegum Sigluness, siglingaskóla á vegum ÍTR sem býður upp á sumarnámskeið fyrir krakka. „En mér skilst að nýja brúin kynni eitthvað að trufla umferð stærri báta, en ég þekki það ekki mjög vel. Ég hef þó heyrt að heppilegast væri að flytja starfsemina þegar brúin kæmi. Við höfum verið með þá vinnu í gangi og þar hefur Skerjafjörðurinn verið nefndur og mögulega einhverjir staðir norðar í borginni.“ Pawel segir að siglingaaðstaða hafi verið eitt af því sem hafi raðast í topp tíu sæti hvað varðar framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. „Þetta er starfsemi sem er eins síns eðlis í Reykjavík og okkur finnst að við verðum að halda henni. Borgin yrði mun fátækari ef við myndum ekki vera með neina siglingastarfsemi innan okkar vébanda. Svo er hið tæknilega mál hvar henni verður fyrir komið enn óleyst.“ Til stendur að byggja tæplega sjö hundruð íbúðir í Nýja Skerjafirði sem mun rísa á næstu árum. Pawel vill sjá Siglingafélag Reykjavíkur hafa sína heimahöfn þar.Reykjavíkurborg Skerjafjörðurinn æskilegastur Pawel segir að að sínu mati sé Skerjafjörðurinn æskilegasti kosturinn ef það myndi ganga upp. „Það yrði þá einhvers staðar á milli þess staðar þar sem Skerjafjörðurinn endar, það er við Skeljanes, og að enda norður-suður flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugfelli. Við værum þá að tala um aðstöðu einhvers staðar á þeim kafla. En eins og ég segi þá er þetta mál enn í vinnslu og óleyst.“
Reykjavík Skipulag Siglingaíþróttir Fossvogsbrú Tengdar fréttir Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46 Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Sjá meira
Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. 8. desember 2021 11:46
Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár Borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs líst vel á vinningstillögu að brú milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness sem kynnt var í dag. Brúin verður eitt fyrsta mannvirkið sem tengist Borgarlínu. 8. desember 2021 19:20