Erlent

Sektuð um 180 þúsund krónur vegna hópá­rekstursins

Atli Ísleifsson skrifar
Konan, sem er 31 árs, var einnig dæmd til að greiða Franska keppnishjólreiðasambandinu eina evru, sem táknrænn gjörningur.
Konan, sem er 31 árs, var einnig dæmd til að greiða Franska keppnishjólreiðasambandinu eina evru, sem táknrænn gjörningur. Skjáskot

Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt konu til að greiða 1.200 evru sekt, um 180 þúsund krónur, fyrir að hafa valdið fjölmennum árekstri í Frakklandshjólreiðunum síðasta sumar.

Konan olli árekstrinum með því að halda á stóru pappaspjaldi sem truflaði fremsta hjólreiðamanninn í „þvögunni“, Þjóðverjann Tonu Martin, og varð til þess að hann og tugir annarra sem fylgdu fóru í götuna.

Konan, sem er 31 árs, var einnig dæmd til að greiða Franska keppnishjólreiðasambandinu eina evru sem táknrænn gjörningur, en áreksturinn var einn sá stærsti í sögu Frakklandshjólreiðanna.

Konan hélt á pappaspjalfi þar sem á stóð „amma“ og „afi“ á þýsku og hallaði hún sér langt fram til að reyna að sjást í sjónvarpinu. Fylgdist hún ekkert með því þegar hjólreiðamennirnir nálguðust og var með alla athyglina á sjónvarpstökumönnunum.

Sökum árekstursins þurftu tveir keppendur að draga sig úr keppni og átta til viðbótar þurfti að leita á sjúkrahús vegna meiðsla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×