Konan olli árekstrinum með því að halda á stóru pappaspjaldi sem truflaði fremsta hjólreiðamanninn í „þvögunni“, Þjóðverjann Tonu Martin, og varð til þess að hann og tugir annarra sem fylgdu fóru í götuna.
Konan, sem er 31 árs, var einnig dæmd til að greiða Franska keppnishjólreiðasambandinu eina evru sem táknrænn gjörningur, en áreksturinn var einn sá stærsti í sögu Frakklandshjólreiðanna.
The worst Tour de France crash I've ever seen pic.twitter.com/1jngQE1pYg
— daniel mcmahon (@cyclingreporter) June 26, 2021
Konan hélt á pappaspjalfi þar sem á stóð „amma“ og „afi“ á þýsku og hallaði hún sér langt fram til að reyna að sjást í sjónvarpinu. Fylgdist hún ekkert með því þegar hjólreiðamennirnir nálguðust og var með alla athyglina á sjónvarpstökumönnunum.
Sökum árekstursins þurftu tveir keppendur að draga sig úr keppni og átta til viðbótar þurfti að leita á sjúkrahús vegna meiðsla.