Bræðurnir í Val segjast báðir vera betri en hinn og ætla alla leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 10:30 Óskar Bjarni Óskarsson talar um syni sína Arnór Snæ og Benedikt Gunnar sem geta ekki annað en brosað af því sem faðir þeirra segir. S2 Sport Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir hafa spilað stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Valsmanna í vetur. Fjölskyldan er líka mjög áberandi í liðinu enda er faðir þeirra aðstoðarþjálfari Valsliðsins, Óskar Bjarni Óskarsson. Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira