Ásmundur eftir 0-3 tap Breiðabliks gegn Real Madríd: Verður jólagjöfin okkar í ár Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2021 23:30 Ásmundur var ekki sáttur með að fá á sig mark eftir hornspyrnu og úr ódýrri vítaspyrnu í kvöld. Vyacheslav Madiyevskyy/Getty Images Breiðablik tapaði 0-3 gegn Real Madrid í snjóþungum leik á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, segir úrslitin vera svekkjandi. „Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira