Bjarni Ben og Björn Leví stigakóngar í nýrri Fantasy-deild Alþingis Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2021 21:00 Þórður Vilmundarson, höfundur Fantasy Alþingis. Til vinstri má sjá dæmi um flokk sem spilari hefur sett saman. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata eru eins og stendur verðmætustu þingmenn Alþingis, samkvæmt svokölluðum Fantasy-leik sem er nýkominn í loftið. Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær. Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær.
Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira